Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í BNA ekki minna í þrjú ár

Mynd/AP
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum (BNA) hefur ekki verið minna síðustu þrjú ár. Þetta segja hagfræðingar sterkustu merki þess að landið sé að komast á réttan kjöl.

Atvinnuleysið var 8,5% í lok ársins 2011. Samkvæmt tölum frá atvinnuvegaráðuneyti landsins urðu 200.000 ný störf til síðastliðinn desember. Það var mesta viðbót síðustu mánaða og vel yfir væntingum hagfræðinga.

Kunnugir menn segja að ef vöxturinn heldur áfram í janúar séu það örugg merki þess að efnahagur landsins sé á réttri braut.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Barack Obama, forseta landsins, sem hyggur á endurkjör í næstu forsetakosningum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að gera meiri skaða og minna gagn í atvinnumálum. Þessar tölur benda til annars, en á síðasta ári urðu í heild til 1,6 milljónir starfa. Þessar tölur geta því veitt honum ákveðna pólitíska vernd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×