Viðskipti erlent

Höfða skaðabótamál gegn stjórnendum Eik Banki

Dönsk stjórnvöld hafa höfðað skaðabótamál gegn fyrrum stjórnendum Eik Banki í Færeyjum.

Bankinn komst í þrot í fyrra og var þá yfirekinn af tryggingasjóði innistæðueiganda í Danmörku.

Meðal þeirra sem skaðabótamálið beinist gegn er fyrrum formaður bankaráðs Eik Banki og forstjóri bankans í Danmörku.

Ekki liggur enn ljóst fyrir hversu miklu danska ríkið muni tapa á gjaldþroti bankans en sú upphæð verður þó aldrei lægri en um 30 milljarðar íslenskra króna. Skaðabótamálið var ákveðið í kjölfar umfangsmikillar rannsóknar á starfsemi bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×