Viðskipti erlent

Danir gætu átt 6.000 milljarða í olíusjóði

Danska ríkið gæti átt 300 milljarða danskra króna eða yfir 6.000 milljarða króna í þjóðarsjóði ef stjórmvöld í Danmörku hefðu farið sömu leið og Norðmenn árið 1996 og stofnað sérstakan olíusjóð um hagnaðinn af olíuvinnslunni í Norðursjó.

Þessi sjóður væri í dag tíundi stærsti olíusjóður í heiminum. Dönsk stjórnvöld fóru aðrar leiðir en Norðmenn og notuðu hagnaðinn af olíuvinnslunni jafnóðum til að létta skattbyrði Dana og standa fyrir ýmsum framkvæmdum á vegum ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×