Viðskipti erlent

Modern Warfare 3 er vinsælli en Avatar

Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 3 er vinsælasta afþreyingarvara allra tíma. Framleiðandi tölvuleiksins, Activision, tilkynnti í daga að sölutekjur Modern Warfare 3 hefðu náð einum milljarði dollara á 16 dögum. Kvikmyndin Avatar náði því takmarki á 17 dögum.

Tölvuleikjaröðin Call of Duty hefur verið gríðarlega vinsæl síðustu ár.

Forverar Modern Warfare 3, Black Ops og Modern Warfare 2, fóru einnig yfir milljarð dollara í sölutekjum en ekki á svo skömmum tíma. Þeim tókst þó að yfirbuga stórmyndirnar Harry Potter og blendingsprinsinn og The Dark Knight.

Activision hefur ávallt sett markið hátt og hefur borið árangur tölvuleikja sinna við stórmyndir frá Hollywood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×