Viðskipti erlent

Rauðar tölur á öllum mörkuðum og gengi evrunnar fellur

Rauðar tölur voru á öllum mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og á Asíumörkuðum í nótt.

Bæði Dow Jones og Nasdag vísitölurnar lækkuðu um rúmt prósent í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 1,6% í nótt og Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 2,5%.

Þá hefur gengi evrunnar fallið töluvert undanfarna daga og er gengið komið niður fyrir 1,3 á móti dollaranum. Hefur gengi evrunnar ekki verið lægra síðan í upphafi þessa árs, eða fyrir 11 mánuðum síðan.

Það er sem fyrr skuldakreppan á evrusvæðinu sem veldur þessum lækkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×