Viðskipti erlent

Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár

Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram.

Cairn Energy hefur sent frá sér tilkynningu um að þær holur sem félagið boraði í ár hafi reynst þurrar. Í sumar var þó talið að ein þeirra gæti gefið af sér olíu.

Á undanförnum tveimur árum hefur félagið borað átta tilraunholur á hafsvæðinu vestur af Nuuk en þær hafa allar reynst þurrar. Stjórnvöld á Grænlandi eru þó enn bjartsýn á að olía finnst undan ströndum landsins að því er segir í frétt í Berlingke Tidende.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×