Viðskipti erlent

Verð á kakóbaunum hrapar vegna skuldakreppunnar

Súkkulaðiunnendur geta tekið gleði sína aftur þar sem heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur hrapað í kjölfar skuldakreppunnar í Evrópu.

Verið á kakóbaunum hefur lækkað um 42% frá því að verðið náði hámarki á síðasta ári. Hafa kakóbaunir ekki verið ódýrari síðan í desember árið 2008, að því er segir í frétt Financial Times um málið.

Verð á kakóbaunum snarhækkaði á síðasta ári sökum uppskerubrests á Fílabeinsströndinni sem framleiðir um 40% af öllum kakaóbaunum í heiminum. Í framhaldi af því hækkaði verð á súkkulaði töluvert. Hátt verð leiddi svo til þess að bændur á Fílabeinaströndinni juku við ræktun sína í ár. Mikið úrhelli vegna La Nina vindsins olli síðan metuppskeru í landinu.

Metuppskera samfara minnkandi eftirspurn í Evrópu hefur leitt til þess að kakóbaunabirgðir heimsins eru nú um 400.000 tonnum meir en nemur eftirspurninni. Þótt bændur dragi aftur úr ræktun sinni á komandi ári er ekki von til þess að verð á kakaóbaunum hækki mikið á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×