Viðskipti erlent

Stýrivextir lækkaðir í Evrópu

Evrópski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentustig. Stýrivextir á evrusvæðinu standa því í einu prósenti og hafa aldrei verið lægri. Búist hafði verið við þessum tíðindum en nú stendur yfir leiðtogafundur Evrópuríkja þar sem talað er um að framtíð evrunnar sé undir. Stefnt er að breytingum á sáttmála Evrópusambandsins.

Með því vilja menn fyrirbyggja að sá djúpstæði skuldavandi sem mörg Evruríkja glíma nú við komi ekki upp aftur. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að fjárfestar litu svo á að nú væri að duga eða drepast. Líklegt er að talið að þau mál verði til lykta leidd á morgun en í ljósi margra árangurslausra fundar síðustu viku og mánuði, er ekki að hægt að ganga að neinu vísu í þessum efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×