Viðskipti erlent

Moody´s: Lánshæfiseinkunn allra ESB ríkja í hættu

Matsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út aðvörun um að lánshæfiseinkunn allra ríkja innan Evrópusambandsins sé í hættu vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Moody´s segir að pólitísk samstaða um raunhæfar aðgerðir til að berja niður skuldakreppuna skapist að öllum líkindum ekki fyrr en eftir röð frekari áfalla. Slíkt muni leiða til þess að æ fleiri ríki muni glata aðgangi sínum að fjármálamörkuðum og þurfa á neyðaraðstoð að halda. Það hefði svo í för með sér að lánshæfisenkunn ríkjanna myndi falla í svokallaðan ruslflokk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×