Viðskipti erlent

ISS selt til bresks félags fyrir 950 milljarða

Höfuðstöðvar ISS við Bredgade í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar ISS við Bredgade í Kaupmannahöfn.
Búið er að selja danska hreingerningarisann ISS fyrir 44,3 milljarða danskra kr. eða sem svarar til rúmlega 950 milljarða kr. Kaupandinn er breska öryggisfyrirtækið G4S.

Þessi sala kom sérfræðingum á fjármálamarkaðinum danska verulega í opna skjöldu, að því er segir í dönskum fjölmiðlum úi morgun. Talið var að ISS væri á leið í kauphöllina í Kaupmannahöfn og að unnið væri að skráningu félagsins þar. Ætlunin er að skrá sameinað félag ISS og G4S á markað bæði í Kaupmannahöfn og London.

Það var Wallenberg fjölskyldan í Svíþjóð sem átti ISS í gegnum EQT fjárfestingasjóð sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×