Viðskipti erlent

Ákvörðun Bernanke hækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi í framhaldi af því að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsti því yfir í gærkvöldi að stýrivöxtum landsins yrði haldið við núllið fram til ársins 2013.

Hlutabréfamarkaðir hafa verið í töluverðri uppsveiflu síðan og það hefur smitast yfir í olíuverðið. Jafnframt spilar inn í dæmið að olíubirgðir Bandaríkjanna fara lækkandi.

Verð á Brentolíunni hefur hækkað um 2,4% í morgun og er komið yfir 105 dollara á tunnuna. Verðið á bandarísku léttolíunni hefur hækkað um 3,1% og er komið yfir 82 dollara á tunnuna.

Í frétt um málið á börsen er haft eftir Serene Lim hrávörusérfræðingi hjá Australia & New Zealand Banking Group að olíuverðið (léttolían) muni sennilega fara langleiðina í 100 dollara á tunnuna á þriðja ársfjórðungi ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×