Lífið

Fjórir hlutu IBBY-verðlaun

Halldór Baldursson, Iðunn Steinsdóttir, Guðrún Dís Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Gerðubergs, og Kristín Arngrímsdóttir ásamt dóttur sinni.
Halldór Baldursson, Iðunn Steinsdóttir, Guðrún Dís Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Gerðubergs, og Kristín Arngrímsdóttir ásamt dóttur sinni.

Fjórar viðurkenningar voru veittar á Vorvindahátíð IBBY á Íslandi fyrir gott framlag til barnamenningar á Íslandi.

Þeir sem hlutu viðurkenningarnar voru: Halldór Baldursson teiknari, fyrir myndskreytingar á barnabókum, Iðunn Steinsdóttir fyrir rithöfundaferil sinn, Kristín Arngrímsdóttir fyrir bók sína Arngrímur apaskott og fiðlan og Menningarmiðstöðin Gerðuberg fyrir öflugt menningarstarf fyrir börn.

IBBY á Íslandi hefur veitt viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar frá árinu 1987.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×