Viðskipti erlent

Eigandi Legolands kaupir SeaWorld

Frá Legolandi.
Frá Legolandi.

Eigandi Legolands og Madame Tussauds vaxmyndasafnsins er við það að kaupa eina af vinsælustu ferðamannastöðum Bandaríkjanna, en það eru skemmtigarðarnir SeaWorld og Busch Garden á Flórída.

Eignarhaldsfélagið Blackstone er nú að ganga frá samningum á kaupum á Busch Entertainment Corp., sem er stærsti skemmtigarðarekandi Bandaríkjanna.

Félagið, með Stephen Schwarzman í broddi fylkingar, kaupir eignarhlutinn af Anheuser-Busch InBev, Belgíska/Bandaríska bruggrisanum.

Yfirtakan á Busch Entertainment sem metin er á bilinu 2,5 til 3 milljarða dollara þýðir að 10 skemmtigarðar munu bætast við skemmtanahluta Blackstone.

Nú þegar á félagið Merlin Entertainmaint Group, sem ásamt Madame Tussauds, reka einnig Alton Towers og Chessington World of Adventures.

Nú þegar stjórnar Blackstone Breska orlofs þorpinu Center Parcs en einnig á félagið Universal Studios í Orlando ásamt fjölmiðla og skemmtanarisanum NBC Universal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×