Viðskipti erlent

600 verkamenn reknir eftir verkfall

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Merki Total.
Merki Total.

Fleiri en sex hundruð verkamenn við olíuhreinsunarstöð í norðurhluta Englands hefur verið sagt upp eftir að hafa gengið út og farið í verkfall. Total, fyrirtækið sem á stöðina, segir verkfallsaðgerðirnar hafa verið ólöglegar.

Verkamennirnir lögðu niður vinnu til að mótmæla uppsögnum á vegum fyrirtækisins. Það gekk ekki betur en svo að þeir voru allir reknir sjálfir.

Uppsagnirnar hafa vakið mikla reiði og allt að 4000 verkamenn í sambærilegum störfum hafa lagt niður vinnu í samúðarskyni.

Total hefur í sáttaskyni boðið starfsmönnunum að sækja um störf sín aftur, en stéttarfélag verkamannanna sagði tilboðið vera móðgandi.

Einn verkamaðurinn orðaði það sem svo að Total hefði sleppt skrímsli lausu með aðgerðum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×