Viðskipti erlent

Fasteignaverð á Spáni í frjálsu falli

Fasteignaverð á Spáni er í frjálsu falli þessa stundina og sérfræðingar reikna með að fasteignamarkaðurinn þar sé í hættu á að hrynja saman með allt að 30% lækkun frá því að verðið náði toppnum árið 2007.

Fleiri hundruð Íslendinga verða fyrir barðinu á þessari þróun en Íslendingar hafa verið duglegir við að kaupa sér íbúðir og hús á Spáni á undanförnum árum, sem og fleiri þjóðir á Norðurlöndunum og í norðanverðri Evrópu.

Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten kemur m.a. fram að fasteignaverð hafi þegar lækkað um 9% frá árinu 2007. Andreas Bjerre-Nielsen sérfræðingur hjá Danske Bank segir að verðið muni lækka um 30% frá þeim toppi sem það náði fyrir tveimur árum.

Nú standa um ein milljón íbúða auðar á Spáni en landið hefur farið illa út úr fjármálakreppunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×