Viðskipti erlent

French Connection skilar 2,6 milljarða tapi

Breska verslunarkeðjan French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu.

 

Þrotabú Baugs heldur á tæplega 18% hlut í French Connection í gegnum félagið Unity Investments sem Baugur átti í félagi við Kevin Stanford.

 

Í frétt um málið í Retailweek segir að vegna tapsins á árinu hafi French Connection lokað tveimur verslunum sínum á Norðurlöndunum, það er í Danmörku og Svíþjóð. Þar að auki hafi 50 starfsmönnum keðjunnar verið sagt upp á skrifstofunni í London.

 

Fram kemur í frétt Retailweek að tapið á fyrrgreindu tímabili megi að mestu rekja til veikingar á gengi breska pundsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×