Viðskipti erlent

Northern Rock tapar stórt

MYND/AP

Breski bankinn Northern Rock sem þjóðnýttur var á síðasta ári hefur birt uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins og er gert ráð fyrir að tap bankans nemi um 724 milljónum punda, eða ríflega 153 milljörðum íslenskra króna. Þetta var tilkynnt í morgun um leið of stjórnendur bankans lýstu því yfir að útlán bankans muni dragast meira saman á árinu en áður hafði verið áætlað.

Lán í vanskilum hafa aukist hjá bankanum á öðrum ársfjórðungi um tæplega fjögur prósent sem er meiri aukning en á síðustu tveimur fjórðungum. Auk þess er staðan sú hjá um það bil fjörutíu prósent viðskiptavina bankans, að þeir skulda meira af húsnæðislánum sínum en sem nemur virði húseignanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×