Fótbolti

Kristinn dæmir hjá enska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Jakobsson er að fá skemmtilegt verkefni.
Kristinn Jakobsson er að fá skemmtilegt verkefni. Mynd/Daníel

Kristinn Jakobsson hefur fengið úthlutað landsleik Kasakstan og Englands í undankeppni HM 2010. Leikurinn fer fram í Kasakstan 6. júní næstkomandi.

Aðstoðardómarar Kristins í leiknum verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

Enska landsliðið er í efsta sæti riðilsins en liðið hefur unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 16-4. Kasakar hafa unnið 1 af 5 leikjum sínum en liðið tapaði síðasta heimaleik sínum 1-5 á móti Hvíta-Rússlandi.

Það bíður Kristins langt ferðalag en leikurinn fer fram á Almaty Central Stadium í höfuðborginni Almaty sem er í suður Kasakstan. Borgin er í 6174 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×