Viðskipti erlent

Seðlabankar heimsins á flótta frá dollaranum

Dollarinn virðist vera að tapa hlutverki sínu sem gjaldeyrisforðamynt seðlabanka heimsins. Seðlabankarnir eru nú á flótta frá dollaranum og vilja frekar hafa gjaldeyrisforða sinn í evrum og jenum.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að samkvæmt útreikningum var gjaldeyrisforði heimsins í heild 7.300 milljarðar dollara á síðasta ársfjórðung sem er það mesta í sögunni. Af þessari upphæð voru hinsvegar 63% í evrum og jenum.

Samkvæmt fréttinni er ástæðan fyrir þessu háa hlutfalli af evrum og jenum sú að bandaríkjastjórn undir forystu Barack Obama hefur valið að sætta sig við lágt gengi dollarans til þess að gangsetja á ný útflutningsiðnað Bandaríkjanna.

„Það lítur út fyrir að seðlabankarnir séu í raun að bakka frá dollaranum," segir Steven Englander myntsérfræðingur hjá Barlays í New York.

Dollarinn hefur veikst um 10,3% á síðustu sex mánuðum miðað við meðaltal annarra mynta. Bloomberg segir að ekkert bendi til þess að dollarinn muni vinna það tap upp í náinni framtíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×