AGS fær 10 milljarða dollara lán frá Kanada 9. júlí 2009 08:55 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur gengið frá lánasamningi við stjórnvöld í Kanada um lán upp á allt að 10 milljarða dollara eða tæplega 1.290 milljarða kr. Þeir Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS og Jim Flaherty fjármálaráðherra Kanada skrifuðu undir samkomulagið í gær. Kanada gaf loforð um þetta lán á G20 fundinum í apríl s.l. Lánið mun auðvelda AGS að standa við þær skuldbindingar sem sjóðurinn hefur tekið á sig í aðstoð sinni við fleiri lönd heimsins sem orðið hafa hvað harðast úti í fjármálakreppunni. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lánið muni bætast við tvö önnur lán sem AGS hefur fengið, frá Japan annarsvegar og norska seðlabankanum (Norges Bank) hinsvegar. Lánið frá Japan er upp á 100 milljarða dollara og Norges Bank hefur lánað AGS 4,5 milljarða dollara. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur gengið frá lánasamningi við stjórnvöld í Kanada um lán upp á allt að 10 milljarða dollara eða tæplega 1.290 milljarða kr. Þeir Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS og Jim Flaherty fjármálaráðherra Kanada skrifuðu undir samkomulagið í gær. Kanada gaf loforð um þetta lán á G20 fundinum í apríl s.l. Lánið mun auðvelda AGS að standa við þær skuldbindingar sem sjóðurinn hefur tekið á sig í aðstoð sinni við fleiri lönd heimsins sem orðið hafa hvað harðast úti í fjármálakreppunni. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lánið muni bætast við tvö önnur lán sem AGS hefur fengið, frá Japan annarsvegar og norska seðlabankanum (Norges Bank) hinsvegar. Lánið frá Japan er upp á 100 milljarða dollara og Norges Bank hefur lánað AGS 4,5 milljarða dollara.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira