Viðskipti erlent

Skuggamálaráðherra vill kaupauka og bónusgreiðslur í burtu

George Osborne sést hér með leiðtoga breskra Íhaldsmanna, David Cameron. Mynd/AFP
George Osborne sést hér með leiðtoga breskra Íhaldsmanna, David Cameron. Mynd/AFP
George Osborne, skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins í fjármálum, vill útrýma kaupaukum og öðrum bónusgreiðslum til æðstu yfirmanna banka og fjármálastofnanna sem hlotið hafa opinbera aðstoð af einhverju tagi.

Osborne gagnrýnir nýlegar bónusgreiðslur til stjórnenda Barclays bankans sem naut ríkulegrar aðstoðar breskra stjórnvalda á árinu.

„Það er algjörlega óásættanlegt að almenningur þurfi að borga fyrir þessar greiðslur. Þetta þarf að stöðva."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×