Lögðu tæpa sex milljarða í íslensku bankana rétt fyrir hrun 26. mars 2009 10:03 Í ljós er komið 7 af þeim 127 sveitar- og bæjarfélögum og opinberum stofnunum í Bretlandi sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þar lögðu fé inn á reikninga sína eftir 30. september á síðasta ári. Þegar þarna var komið loguðu öll viðvörunarljós um slæma stöðu bankanna. Ríkisendurskoðun Bretlands hefur rannsakað þetta mál og segir að upphæðin sem um ræðir sé tæplega 33 milljón pund eða tæplega 6 milljarðar kr. Þessi upphæð var sett inn á reikninga í íslensku bönkunum eftir 30. september þegar alþjóðleg matsfyrirtæki höfðu dregið verulega úr lánshæfiseinkunnum bankanna. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Í heildina brunnu fyrrgreindir 127 aðilar inni með 953 milljónir punda eða tæplega 170 milljarða kr. í íslensku bönkunum þremur, Glitnis, Kaupþingi og Landsbanka þegar þeir fóru í þrot s.l. haust. Ríkisendurskoðun Bretlands segir hvað sjö sveitar- og bæjarstjórnunum varðar hafi mistök þeirra m.a. legið í að ekki var farið eftir settum reglum, viðvaranir ekki teknar til greina og tölvupóstar með aðvörunum látnir óopnaðir. Við greindum frá því hér á síðunni í gær að óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent með aðvörum um slæma stöðu Hertable bankans hefði kostað stjórnina 500 milljónir kr. Ríkisendurskoðunin leggur til að breytingar verði gerðar á fjárfestingum opinberra aðila í Bretlandi sem miði að því að koma í veg fyrir svipaða uppákomu í framtíðinni. Er þá einkum horft til að koma í veg fyrir að öll eggin séu í sömu körfunni og að fjárfestingunum verði dreift víðar. Þess má geta að sjálf átti Ríkisendurskoðun Bretlands 10 milljónir punda, eða 1,7 milljarð kr. inn á hávaxtareikningum hjá íslensku bönkunum í Bretlandi. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Bein útsending: Viðskiptaráð grillar leiðtoga flokkanna Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í ljós er komið 7 af þeim 127 sveitar- og bæjarfélögum og opinberum stofnunum í Bretlandi sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þar lögðu fé inn á reikninga sína eftir 30. september á síðasta ári. Þegar þarna var komið loguðu öll viðvörunarljós um slæma stöðu bankanna. Ríkisendurskoðun Bretlands hefur rannsakað þetta mál og segir að upphæðin sem um ræðir sé tæplega 33 milljón pund eða tæplega 6 milljarðar kr. Þessi upphæð var sett inn á reikninga í íslensku bönkunum eftir 30. september þegar alþjóðleg matsfyrirtæki höfðu dregið verulega úr lánshæfiseinkunnum bankanna. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Í heildina brunnu fyrrgreindir 127 aðilar inni með 953 milljónir punda eða tæplega 170 milljarða kr. í íslensku bönkunum þremur, Glitnis, Kaupþingi og Landsbanka þegar þeir fóru í þrot s.l. haust. Ríkisendurskoðun Bretlands segir hvað sjö sveitar- og bæjarstjórnunum varðar hafi mistök þeirra m.a. legið í að ekki var farið eftir settum reglum, viðvaranir ekki teknar til greina og tölvupóstar með aðvörunum látnir óopnaðir. Við greindum frá því hér á síðunni í gær að óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent með aðvörum um slæma stöðu Hertable bankans hefði kostað stjórnina 500 milljónir kr. Ríkisendurskoðunin leggur til að breytingar verði gerðar á fjárfestingum opinberra aðila í Bretlandi sem miði að því að koma í veg fyrir svipaða uppákomu í framtíðinni. Er þá einkum horft til að koma í veg fyrir að öll eggin séu í sömu körfunni og að fjárfestingunum verði dreift víðar. Þess má geta að sjálf átti Ríkisendurskoðun Bretlands 10 milljónir punda, eða 1,7 milljarð kr. inn á hávaxtareikningum hjá íslensku bönkunum í Bretlandi.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Bein útsending: Viðskiptaráð grillar leiðtoga flokkanna Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira