West Ham tapaði 7,7 milljörðum í fyrra 3. september 2009 08:39 Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…"gölluð í grundvallaratriðum". Í frétt um málið í The Guardian segir að samkvæmt uppgjörinu nemi heildarskuldir og skuldbindingar West Ham hátt í 100 milljónum punda eða nær 20 milljörðum kr. Þetta sé arfleifð Björgólfs Guðmundssonar en liðið var í eigu hans á þeim tíma sem uppgjörið nær til. Það sem er hvað alvarlegast er að liðið er nú orðið brotlegt gagnvart skilmálum á lánum sínum. Þetta þýðir að fimm bankar hefðu getað gjaldfellt skuldir upp á yfir 20 milljónir punda og þar með sett liðið í þrot. "Það var aðeins velvilji þessara banka sem forðaði því að West Ham yrði fyrsta úrvalsdeildarliðið til að verða gjaldþrota," segir í Guardian. Nick Igoe segir að umfang rekstrartapsins og launagreiðslur á árunum 2007-2008 hafi leitt til þess að fyrrgreindir lánaskilmálar voru brotnir. Á þessu tímabili var launakostnaður West Ham rúmlega 63 milljónir punda en heildarvelta liðsins nam 81,5 milljónum punda. Launin voru sum sé 78% af veltunni sem getur ekki gengið upp. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…"gölluð í grundvallaratriðum". Í frétt um málið í The Guardian segir að samkvæmt uppgjörinu nemi heildarskuldir og skuldbindingar West Ham hátt í 100 milljónum punda eða nær 20 milljörðum kr. Þetta sé arfleifð Björgólfs Guðmundssonar en liðið var í eigu hans á þeim tíma sem uppgjörið nær til. Það sem er hvað alvarlegast er að liðið er nú orðið brotlegt gagnvart skilmálum á lánum sínum. Þetta þýðir að fimm bankar hefðu getað gjaldfellt skuldir upp á yfir 20 milljónir punda og þar með sett liðið í þrot. "Það var aðeins velvilji þessara banka sem forðaði því að West Ham yrði fyrsta úrvalsdeildarliðið til að verða gjaldþrota," segir í Guardian. Nick Igoe segir að umfang rekstrartapsins og launagreiðslur á árunum 2007-2008 hafi leitt til þess að fyrrgreindir lánaskilmálar voru brotnir. Á þessu tímabili var launakostnaður West Ham rúmlega 63 milljónir punda en heildarvelta liðsins nam 81,5 milljónum punda. Launin voru sum sé 78% af veltunni sem getur ekki gengið upp.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira