Gullgrafaraæði runnið upp í Bretlandi 28. maí 2009 09:43 Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum. Í frétt um málið í Daily Mail segir að eftirspurn eftir gullgrafaranámskeiðum hafi þrefaldast á einu ári. Blaðið ræðir við einn þeirra sem hefur gullgröft sem aðalvinnu, Vince Thurkettle að nafni. Hann segir að áður fyrr hafi flestir talið að ekki væri eftir neinu gulli að slægjast í breskum ám. „En allir vita að verð á gulli hefur hækkað mikið og skyndilega eru fleiri og fleiri að reyna fyrir sér sem gullgrafarar," segir Thurkettle. Daily Mail rifjar upp að síðasta gullæðið í Bretlandi hafi verið árið 1869 er gullgrafari datt í lukkupottinn í ánni Helmsdale í Skotlandi. Í framhaldi af því flykktust hundruð manna að ánni en flestir þeirra fengu lítið sem ekkert úr erfiði sínu. Það er samt staðreynd að gull finnst í breskum ám og margir hafa haft það sem tómstundargaman á liðnum áratugum að leita að gulli upp á gamla mátann. Til er keppni sem ber nafnið "British Gold-panning Championships" þar sem menn reyna fyrir sér í ám með pönnu að vopni. Fyrrgreindur Thurkettle hefur unnið þessa keppni sjö sinnum. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum. Í frétt um málið í Daily Mail segir að eftirspurn eftir gullgrafaranámskeiðum hafi þrefaldast á einu ári. Blaðið ræðir við einn þeirra sem hefur gullgröft sem aðalvinnu, Vince Thurkettle að nafni. Hann segir að áður fyrr hafi flestir talið að ekki væri eftir neinu gulli að slægjast í breskum ám. „En allir vita að verð á gulli hefur hækkað mikið og skyndilega eru fleiri og fleiri að reyna fyrir sér sem gullgrafarar," segir Thurkettle. Daily Mail rifjar upp að síðasta gullæðið í Bretlandi hafi verið árið 1869 er gullgrafari datt í lukkupottinn í ánni Helmsdale í Skotlandi. Í framhaldi af því flykktust hundruð manna að ánni en flestir þeirra fengu lítið sem ekkert úr erfiði sínu. Það er samt staðreynd að gull finnst í breskum ám og margir hafa haft það sem tómstundargaman á liðnum áratugum að leita að gulli upp á gamla mátann. Til er keppni sem ber nafnið "British Gold-panning Championships" þar sem menn reyna fyrir sér í ám með pönnu að vopni. Fyrrgreindur Thurkettle hefur unnið þessa keppni sjö sinnum.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira