Viðskipti erlent

Bresk bílaframleiðsla að koma til

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Bílaframleiðsla.
Bílaframleiðsla.
Bílaframleiðsla í Bretlandi hefur dregist talsvert saman, en nýframleiddum bílum fækkaði um 17,9 prósent í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var hins vegar sá minnsti á ársgrundvelli það sem af er árs.

Alls voru framleiddir 107.635 bílar í landinu í síðasta mánuði, sem er talsvert meira en í júní þegar 91.718 bílar voru framleiddir. Í þeim mánuði nam samdrátturinn rúmum þrjátíu prósentum frá árinu áður.

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, lagði áherslu á þetta atriði þegar hann heimsótti bílasölu í Manchester á föstudag. Hann segir framleiðsluaukninguna að hluta til mega rekja til örvandi aðgerða ríkisstjórnarinnar.

Alls hefur um helmingssamdráttur orðið á ársgrundvelli í bílaframleiðslu landsins fyrstu sex mánuði ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×