Ein fegursta ofursnekkja heims er til sölu 8. september 2009 13:14 Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að Corsair Nero sé blanda af 100 ára gamalli hönnun og öllum nútímaþægindum sem hugsanleg eru í snekkju af þessari stærð. Hönnun er sú sama og lá til grundvallar smíði fyrstu Corsair snekkjunnar sem var sérsmíðuð fyrir auðjöfurinn og bankamanninn J.P. Morgan á sínum tíma. Alls voru fjórar slíkar snekkjur smíðaðar fyrir Morgan og hinni síðustu, Corsair iV var hleypt af stokkunum árið 1930. Eigandi og seljandi Corsair Nero er Lundúnabúinn Neil Taylor sem upphaflega ætlaði að útvega sér eintak af einni af hinum upprunalegu Corsair snekkjum og gera hana upp. Það reyndist ekki hægt og því ákvað Taylor að smíða eina slíka frá grunni. Corsair Nero er smíðuð í kínversku skipasmíðastöðnni Yantai Raffles Shipyard. Þar unnu um 400 skipasmiðir í yfir þrjú ár með mikilli leynd að verkinu. Allar innréttingar eru úr tekki-trjám frá Burma, káetur eru lagðar marmara, bókasafn er til staðar og allar ljósakrónur um borð eru eftirlíkingar úr Asturlandahraðlestinni árið 1930. Þar fyrir utan eru flatskjáir í öllum káetum, einnig ipod tengingar, þráðlaust internet um gerfihnattasamband og ýmislegt fleiri. Corsair Nero er með gistirými fyrir 12 farþega og nær 17 hnúta hraða með aðstoð tveggja Caterpillar véla sem gefa af sér 2.333 hestöfl. Fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaup Corsair Nero fyrir 105 milljónir dollara er hægt að leigja snekkjuna um þessar mundir fyrir litla 450.000 dollara á viku. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að Corsair Nero sé blanda af 100 ára gamalli hönnun og öllum nútímaþægindum sem hugsanleg eru í snekkju af þessari stærð. Hönnun er sú sama og lá til grundvallar smíði fyrstu Corsair snekkjunnar sem var sérsmíðuð fyrir auðjöfurinn og bankamanninn J.P. Morgan á sínum tíma. Alls voru fjórar slíkar snekkjur smíðaðar fyrir Morgan og hinni síðustu, Corsair iV var hleypt af stokkunum árið 1930. Eigandi og seljandi Corsair Nero er Lundúnabúinn Neil Taylor sem upphaflega ætlaði að útvega sér eintak af einni af hinum upprunalegu Corsair snekkjum og gera hana upp. Það reyndist ekki hægt og því ákvað Taylor að smíða eina slíka frá grunni. Corsair Nero er smíðuð í kínversku skipasmíðastöðnni Yantai Raffles Shipyard. Þar unnu um 400 skipasmiðir í yfir þrjú ár með mikilli leynd að verkinu. Allar innréttingar eru úr tekki-trjám frá Burma, káetur eru lagðar marmara, bókasafn er til staðar og allar ljósakrónur um borð eru eftirlíkingar úr Asturlandahraðlestinni árið 1930. Þar fyrir utan eru flatskjáir í öllum káetum, einnig ipod tengingar, þráðlaust internet um gerfihnattasamband og ýmislegt fleiri. Corsair Nero er með gistirými fyrir 12 farþega og nær 17 hnúta hraða með aðstoð tveggja Caterpillar véla sem gefa af sér 2.333 hestöfl. Fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaup Corsair Nero fyrir 105 milljónir dollara er hægt að leigja snekkjuna um þessar mundir fyrir litla 450.000 dollara á viku.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira