Svikahrappur olli háu olíuverði Gunnar Örn Jónsson skrifar 3. júlí 2009 13:59 Mynd/AP Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira