Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi 7. október 2009 10:22 Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Valdis Dombrovski forsætisráðherra Lettlands hefur gert tillögu um að bankarnir geti aðeins krafist þess að fá raunverð íbúðanna endurgreitt en ekki hina upprunalegu lánsfjárhæð komi til greiðslufalls hjá íbúðaeigendunum. Í raun þýðir þetta að fólk sem situr nú í yfirskuldsettum íbúðum getur gengið frá þeim og losnað við fasteignaskuld sína, þótt hún sé orðin langtum hærri en verðmæti íbúðarinnar. Þetta kemur fram á börsen.dk. Þegar haft er í huga að fasteigna- og íbúðaverð hefur hrunið um 70% frá því það náði toppinum fyrir tveimur árum síðan má reikna með að mikill meirihluti íbúðaeigenda í Lettlandi sé nú í þeirri stöðu að verðmæti fasteigna þeirra standa ekki undir lánunum sem hvíla á þeim. „Í þessari stöðu hlýtur að vera freistandi fyrir lántakendur með neikvæða eiginfjárstöðu að stoppa afborganir af íbúðalánum sínum," segja Pär Magnusson og Per Grönborg greinendur hjá Danske Bank. Swedbank á nú útistandi 61 milljarð evra í Lettlandi og SEB er með 46 milljarða evra útistandandi þar í landi. Nordea hefur aftur á móti aðeins 3,1 milljarð evra en þriðjungur þeirrar upphæðar er bundin í íbúðalánum, það er ríflega 180 milljarðar kr. Börsen segir að um 70% þeirrar upphæðar sé í hættu á að tapast. Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af lánum Swedbank og SEB er í íbúðalánum. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Valdis Dombrovski forsætisráðherra Lettlands hefur gert tillögu um að bankarnir geti aðeins krafist þess að fá raunverð íbúðanna endurgreitt en ekki hina upprunalegu lánsfjárhæð komi til greiðslufalls hjá íbúðaeigendunum. Í raun þýðir þetta að fólk sem situr nú í yfirskuldsettum íbúðum getur gengið frá þeim og losnað við fasteignaskuld sína, þótt hún sé orðin langtum hærri en verðmæti íbúðarinnar. Þetta kemur fram á börsen.dk. Þegar haft er í huga að fasteigna- og íbúðaverð hefur hrunið um 70% frá því það náði toppinum fyrir tveimur árum síðan má reikna með að mikill meirihluti íbúðaeigenda í Lettlandi sé nú í þeirri stöðu að verðmæti fasteigna þeirra standa ekki undir lánunum sem hvíla á þeim. „Í þessari stöðu hlýtur að vera freistandi fyrir lántakendur með neikvæða eiginfjárstöðu að stoppa afborganir af íbúðalánum sínum," segja Pär Magnusson og Per Grönborg greinendur hjá Danske Bank. Swedbank á nú útistandi 61 milljarð evra í Lettlandi og SEB er með 46 milljarða evra útistandandi þar í landi. Nordea hefur aftur á móti aðeins 3,1 milljarð evra en þriðjungur þeirrar upphæðar er bundin í íbúðalánum, það er ríflega 180 milljarðar kr. Börsen segir að um 70% þeirrar upphæðar sé í hættu á að tapast. Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af lánum Swedbank og SEB er í íbúðalánum.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira