JPMorgan selur hlut Kaupþings í Booker 29. maí 2009 08:27 JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr. Fjallað er um málið bæði á Reuters og Bloomberg-fréttaveitunni. Þar segir að hlutirnir sem voru áður í eigu Singer & Friedlander bankans séu settir til sölu af hálfu PricewatwerhouseCoopers sem nú fer með stjórnina á þrotabúi bankans á eyjunni Mön. Reuters segist hafa heimildir fyrir því að kaupendur á hlutnum séu að mestu langtímafjárfestar sem eigi fyrir hluti í Booker. Bloomberg segir að Kaupþing hafi eignast fyrrgreindan hlut þegar Baugur seldi rúmlega 31% hlut sinn í Booker á síðasta ári. Verð á hlutum í Booker var óbreytt á markaðinum í London í morgun og stóð í rúmlega 30 pensum. Það hefur hækkað um 37% á undanförnum mánuðum. Við greindum frá því í gær að samkvæmt Reuters væri markaðsvirði Booker 507 milljónir punda. En samkvæmt verðinu á hlut í morgun er það um 460 milljónir punda eða um 92 milljarðar kr. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr. Fjallað er um málið bæði á Reuters og Bloomberg-fréttaveitunni. Þar segir að hlutirnir sem voru áður í eigu Singer & Friedlander bankans séu settir til sölu af hálfu PricewatwerhouseCoopers sem nú fer með stjórnina á þrotabúi bankans á eyjunni Mön. Reuters segist hafa heimildir fyrir því að kaupendur á hlutnum séu að mestu langtímafjárfestar sem eigi fyrir hluti í Booker. Bloomberg segir að Kaupþing hafi eignast fyrrgreindan hlut þegar Baugur seldi rúmlega 31% hlut sinn í Booker á síðasta ári. Verð á hlutum í Booker var óbreytt á markaðinum í London í morgun og stóð í rúmlega 30 pensum. Það hefur hækkað um 37% á undanförnum mánuðum. Við greindum frá því í gær að samkvæmt Reuters væri markaðsvirði Booker 507 milljónir punda. En samkvæmt verðinu á hlut í morgun er það um 460 milljónir punda eða um 92 milljarðar kr.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira