Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi 15. október 2009 04:00 Bresk fjármálayfirvöld vilja ekki sjá útibú erlendra banka sem þeir telja líkur á að geti alið af sér vandræði. Nordicphotos/AFP Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjármálayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðsluþroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síðustu viku að eftirlitsstofnanir ESB-ríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eftirliti heima fyrir. - jab Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjármálayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðsluþroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síðustu viku að eftirlitsstofnanir ESB-ríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eftirliti heima fyrir. - jab
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira