Tónlist

Stebbi og Eyfi aldrei betri

Þeir félagar Stebbi og Eyfi sungu lög af plötunni Nokkrar notalegar ábreiður sem þeir gáfu út á dögunum.
Þeir félagar Stebbi og Eyfi sungu lög af plötunni Nokkrar notalegar ábreiður sem þeir gáfu út á dögunum. MYND/atli þór

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson héldu tvenna útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöld.

Þar kynntu þeir plötuna Nokkrar notalegar ábreiður og spiluðu m.a. lögin Góða ferð, Pínulítið lengur og nýja útgáfu lagsins Draumur um Nínu, sem markaði upphaf samstarfs þeirra.

Þeim til fulltingis á tónleikunum var fullmönnuð hljómsveit auk bakradda og sextán manna strengjasveitar. Vel mátti merkja á gestum að þeir nutu tónleikanna til hins ýtrasta. Stebbi og Eyfi voru enda í sínu allra besta formi, nýbúnir að gefa út fyrstu plötu sína eftir langt og farsælt samstarf.

Þau Karl og Sólveig hlýddu á tónleikana í Borgarleikhúsinu.


.
Stefán Hilmarsson stillti sér upp með söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur fyrir tónleikana.


.
Fullmönnuð hljómsveit auk bakradda og sextán manna strengjasveitar myndaði góða stemningu ásamt forsprökkunum Stebba og Eyfa.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×