Sport

Sannleikanum hagrætt að mati Fram

Í yfirlýsingu frá Fram segir að frjálslega sé farið með sannleikann í tengslum við félagaskipti Bo Henriksen frá Val til Fram. "Fyrir það fyrsta þá voru það ekki við sem sóttumst eftir því að fá Bo Henriksen yfir í Fram heldu voru það Valsarar sem vildu losna undan samningi sínum við Bo Henriksen, það var haft samband við okkur og við spurðir hvort að við vildum fá Bo og niðurstaðan var sú að Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram taldi hann geta nýst okkur í lokaátökin í deildinni. Það er ekki um neitt lán eða yfirtöku á samningi Vals að ræða heldur riftu Valsmenn samningi sínum við Bo Henriksen og við sömdum við hann til loka þessa tímabils. Annað er það að ég hef ekki handsalað eitt eða neitt við Börk formann Vals enda hef ég ekki hitt hann varðandi þetta mál, öll samskipti um þetta mál voru við Unnar framkvæmdastjóra Vals og fóru þau öll fram símleiðis. Ég skora á Valsmenn að birta þennan undirritaða samning til að staðfestingar á ummælum Willums þjálfara Vals á Sýn í gærkvöldi. Valsmenn hafa farið ansi létt með staðreyndir í þessu máli, allt frá því að vera munnlegt samkomulag, handsalað heiðursamkomulag yfir í undirskrifaðan samning. Eftir stendur er að Bo Henriksen er Framarari og mun spila með okkur út þessa leiktíð." Fram kveðja, Brynjar Jóhannesson Framkvæmdastjóri Fram FFR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×