Lögreglumál

Fréttamynd

Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í rusli fyrir framan hús í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Stór­sér á Vestur­bænum eftir skemmdar­varginn

Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Réttinda­laus ók lyftara á bíl

Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði.

Innlent
Fréttamynd

Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla

Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Ók undir á­hrifum og gaf upp kenni­tölu annars manns

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 172 kíló­metra hraða

Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. 

Innlent
Fréttamynd

Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara

„Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við.

Innlent
Fréttamynd

Kveikti í tveimur rusla­gámum í Kópa­vogi

Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. 

Innlent
Fréttamynd

Leita öku­manns sem stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á gangandi vegfaranda á gatnamótum Hrafnsgötu og Burknagötu í Reykjavík í gærmorgun. Ökumaðurinn nam staðar og ræddi við vegfarandann en stakk síðan af frá vettvangi. Vegfarandinn er töluvert slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann

Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 

Innlent
Fréttamynd

Hand­teknir með mikið magn lyf­seðils­skyldra lyfja

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarlegt útkall í gær þegar hringt var inn og tilkynnt um mögulegt innbrot í verslun í miðborg Reykjavíkur. Ekkert var hæft í því en sá sem hringdi var í bifreið fyrir utan verslunina og var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi og nótt vegna grunsamlegra mannaferða. Í öðru tilfellinu var tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur í miðborg Reykjavíkur en þeir fundust ekki þrátt fyrir leit.

Innlent