Stj.mál VG vill að þing verði kallað saman Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um þá ákvörðun forsætisráðherra að skipa nefnd um úrskurð kjaradóms. Þingflokkurinn telur nauðsynlegt að fresta gildistöku kjaradóms til að skapa svigrúm til umræðu um forsendur ákvörðunar kjaradóms. Innlent 29.12.2005 11:38 Býður sig fram í fjórða sætið Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. janúar næstkomandi. Innlent 29.12.2005 09:27 Gunnar vill áfram vera í forystu í Kópavogi Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hyggst sækjast eftir því að leiða áfram sjálfstæðismenn í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningunum í vor, en prófkjör vegna kosninganna verður haldið 21. janúar. Fjórir af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hyggjast áfram gefa kost á sér. Innlent 28.12.2005 23:15 Niðurstaðan kemur ekki á óvart Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir niðurstöðu Kjaradóms ekki koma sér á óvart. Það hefði verið hæpið fyrir dóminn að fara inn í málið með nýjan efnislegan úrskurð eftir beiðni forsætisráðherra um að hann færi aftur yfir málið. Innlent 28.12.2005 22:02 Til í að endurskoða forsendurnar Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir flokk sinn reiðubúinn að taka þátt í nefndarstörfum þar sem farið er yfir lög um kjaradóm. Innlent 28.12.2005 21:04 Úrskurður Kjaradóms stendur Úrskurður Kjaradóms um launahækkanir þingmanna, ráðherra og embættismanna frá 19. desember stendur óbreyttur. Þetta er niðurstaðan af fundi Kjaradóms síðla dags en Kjaradómur var kallaður saman að beiðni forsætisráðherra sem vildi að dómurinn færi aftur yfir forsendur úrskurðar síns. Innlent 28.12.2005 19:58 Ólga innan VG í Kópavogi eftir forval Ólga er innan Vinstri grænna í Kópavogi eftir forval flokksmanna í nóvember síðastliðnum. Þorleifur Friðriksson, sem laut í lægra haldi í baráttunni um efsta sætið, sakar keppinaut sinn um að smala langt út fyrir bæjarmörkin. Slíkt er hins vegar heimilt samkvæmt lögum flokksins, en stuðningsmenn hans hóta engu að síður úrsögn og hafa rætt við Samfylkingarmenn í bænum um að ganga til liðs við þá. Innlent 28.12.2005 18:47 Kjaradómur hefur komist að niðurstöðu Kjaradómur hefur komist að niðurstöðu varðandi beiðni forsætisráðherra um að dómurinn endurskoði úrskurð sinn varðandi laun kjörinna fulltrúa landsins. Þetta tilkynnti Garðar Garðarsson, formaður dómsins, í fréttum NFS fyrir stundu. Niðurstaðan verður nú kynnt forsætisráðherra áður en fjölmiðlar fá að vita hana. Innlent 28.12.2005 18:33 Halda ráðstefnu um menningu í fangelsum Fangelsismálayfirvöld á Norðurlöndum hafa fengið um 900.000 krónur í styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að halda fangelsismenntaráðstefnu þar sem fjallað verður um menningu í fangelsum. Ráðstefnan verður haldin í maí á næsta ári á Selfossi. Innlent 28.12.2005 17:35 Fundur Kjaradóms að hefjast Kjaradómur hyggst koma aftur saman nú um klukkan hálfsex að ræða beiðni forsætisráðherra um endurskoðun úrskurðar um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa. Innlent 28.12.2005 17:15 Fjögur tilboð í úttekt á Reykjavíkurflugvelli Fjögur tilboð bárust í rekstrar- og skipulagslega úttekt á Reykjavíkurflugvelli að sögn Helga Hallgrímssonar, formanns samráðsnefndar um úttekt á Reykjavíkurflugvelli. Nefndin vinnur að því að samningar náist á milli Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins um skipulag Vatnsmýrarinnar. Innlent 28.12.2005 15:43 UVG í Reykjavík lýsir yfir stuðningi við samninga Stjórn Ungra vinstri grænna í Reykjavík lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi og ánægju með þá kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerði nýverið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Eflingu, þar sem lægstu laun voru hækkuð. Innlent 28.12.2005 15:28 Stjórnarandstaðan setur fyrirvara við væntanlega endurskoðun Kjaradóms Stjórnarandstaðan styður að hálfu leyti þá ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar að skipa Kjaradómi að endurskoða ákvörðun sína varðandi laun þjóðkjörinna fulltrúa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill aðkomu Alþingis að málinu og Ögmundur Jónasson vill einnig sjá endurskoðun á launum dómara. Innlent 27.12.2005 21:29 Endurskoða þarf úrskurð Mál málanna er ósk stjórnvalda um að kjaradómur endurskoði úrskurð sinn um laun ráðamanna á Íslandi. Formaður kjaradóms vill ekki tjá sig um beiðni stjórnvalda um að dómurinn endurskoði ákvörðun sína um laun forseta, ráðherra og þingmanna en kjaradómur mun fjalla um beiðnina á morgun. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu telja að kalla hefði átt Alþingi saman. Innlent 27.12.2005 20:16 Gestur fer fram í prófkjöri Gestur Kr Gestsson býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer nú í lok janúar. Innlent 27.12.2005 13:47 Býst við að endurskoðun verði rædd á fundi Forseti ASÍ segist fastlega gera ráð fyrir því að forsætisráðherra verði beðinn um að endurskoða úrskurð Kjaradóms á fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins á þriðjudag. Formaður Kjaradóms segir að dómnum sé falið vanþakklátt og vandasamt hlutverk. Nauðsynlegt sé að finna leið til að ákvarða laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna sem sæmileg sátt geti verið um. Innlent 24.12.2005 12:11 Sjúkraflugvél áfram á Ísafirði Sjúkraflugvél verður áfram staðsett á Ísafirði en til stóð að hún myndi hafa aðstöðu á Akureyri frá og með áramótum. Eftir því sem fram kemur á fréttavef Bæjarins besta hafði fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis samband við Halldór Halldórsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í gær og staðfesti þetta. Innlent 24.12.2005 10:02 Forsætisráðherra ræðir ekki kjarabæturnar án greinargerðar Forsætisráðherra vill ekki ræða kjarabætur til handa, ráðherrum, ríkisstjórn og æðstu embættismönnum við fjölmiðla nema fyrir liggi greinargerð frá Kjaradómi. Hann hefur hins vegar kallað aðila vinnumarkaðarins á sinn fund strax eftir jól. Innlent 23.12.2005 19:27 Nautgriparækt rekin með bullandi tapi Nautakjötsframleiðendur hafa litlar eða engar tekjur haft af búum sínum og halda þetta ekki út miklu lengur nema samkeppnisstaða þeirra verði bætt. Landbúnaðarráðherra segir það koma til greina að því gefnu að forystumenn bænda séu hlynntir styrkjum til þeirra. Innlent 23.12.2005 18:02 Vilja að Alþingi komi saman milli jóla og nýárs Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna eru reiðubúnir að koma saman til fundahalda milli jóla og nýárs vegna nýgengins úrskurðar Kjaradóms um laun æðstu embættismanna. Þessu er lýst yfir í bréfi sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna sendu forsætisráðherra í dag. Innlent 23.12.2005 17:21 Vilja að Dagur víki sæti sem borgarfulltrúi Ungir framsóknarmenn krefjast þess að Dagur B. Eggertsson víki sæti sem borgarfulltrúi, þar sem hann sé ekki lengur óháður frambjóðandi. Hann hafi fengið sæti sitt á silfurfati sem fulltrúi óháðra kjósenda en nú séu forsendur fyrir framboði hans brostnar. Innlent 23.12.2005 12:23 Ákvörðun Kjaradóms ábyrgðarleysi og skapar þrýsting Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. Innlent 23.12.2005 12:18 NSÍ vill frekari friðlýsingu í Þjórsárverum Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun umhverfisráðherra um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna norðan Langjökuls og Hofsjökul og skora á ráðherra að halda áfram á sömu braut. Innlent 23.12.2005 09:25 Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Bergur Þorri Benjamínsson stjórnarmaður í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í prófkjöri sem fram fer þann 5. febrúar. Bergur Þorri er 26 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. Innlent 22.12.2005 16:01 Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Innlent 22.12.2005 12:03 Kristján Þór vill fyrsta sætið Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hann útilokar ekki að fara í þingframboð. Innlent 22.12.2005 10:29 Gestur Guðjónsson býður sig fram Gestur Guðjónsson býður sig fram í þriðja sætið á lista Framsóknarflokknins í prófköri flokksins í janúar. Gestur hefur starfað sem umhverfis- og öryggisfulltrúi hjá Olíudreifingu frá árinu 1998. Hann er með meistaragráðu í umhverfisverkefræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur setið í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna frá því árið 2003. Gestur er í sambúð og á eitt barn. Innlent 22.12.2005 07:40 Hafa hækkað tvöfalt á við aðra Laun ráðherra og þingmanna hafa hækkað tvöfalt meira en launavísitala síðustu sjö árin. Laun ráðherra hafa hækkað um 103 prósent og laun þingmanna um 102 prósent á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 51 prósent að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Innlent 22.12.2005 07:40 Reykjavík fær langmest fé Reykjavík fær tvöfalt hærra framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga en það sveitarfélag sem fær næst mest úr sjóðnum. Framlögin sem Reykjavík fær eru að stærstum hluta vegna greiðslu húsaleigubóta. Innlent 21.12.2005 15:02 Hjördís sátt Hjördís Hákonardóttir dómsstjóri er sátt við samkomulag sem náðst hefur milli hennar og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í ágúst árið 2003. Innlent 20.12.2005 23:02 « ‹ 49 50 51 52 53 54 55 56 57 … 187 ›
VG vill að þing verði kallað saman Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um þá ákvörðun forsætisráðherra að skipa nefnd um úrskurð kjaradóms. Þingflokkurinn telur nauðsynlegt að fresta gildistöku kjaradóms til að skapa svigrúm til umræðu um forsendur ákvörðunar kjaradóms. Innlent 29.12.2005 11:38
Býður sig fram í fjórða sætið Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. janúar næstkomandi. Innlent 29.12.2005 09:27
Gunnar vill áfram vera í forystu í Kópavogi Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hyggst sækjast eftir því að leiða áfram sjálfstæðismenn í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningunum í vor, en prófkjör vegna kosninganna verður haldið 21. janúar. Fjórir af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hyggjast áfram gefa kost á sér. Innlent 28.12.2005 23:15
Niðurstaðan kemur ekki á óvart Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir niðurstöðu Kjaradóms ekki koma sér á óvart. Það hefði verið hæpið fyrir dóminn að fara inn í málið með nýjan efnislegan úrskurð eftir beiðni forsætisráðherra um að hann færi aftur yfir málið. Innlent 28.12.2005 22:02
Til í að endurskoða forsendurnar Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir flokk sinn reiðubúinn að taka þátt í nefndarstörfum þar sem farið er yfir lög um kjaradóm. Innlent 28.12.2005 21:04
Úrskurður Kjaradóms stendur Úrskurður Kjaradóms um launahækkanir þingmanna, ráðherra og embættismanna frá 19. desember stendur óbreyttur. Þetta er niðurstaðan af fundi Kjaradóms síðla dags en Kjaradómur var kallaður saman að beiðni forsætisráðherra sem vildi að dómurinn færi aftur yfir forsendur úrskurðar síns. Innlent 28.12.2005 19:58
Ólga innan VG í Kópavogi eftir forval Ólga er innan Vinstri grænna í Kópavogi eftir forval flokksmanna í nóvember síðastliðnum. Þorleifur Friðriksson, sem laut í lægra haldi í baráttunni um efsta sætið, sakar keppinaut sinn um að smala langt út fyrir bæjarmörkin. Slíkt er hins vegar heimilt samkvæmt lögum flokksins, en stuðningsmenn hans hóta engu að síður úrsögn og hafa rætt við Samfylkingarmenn í bænum um að ganga til liðs við þá. Innlent 28.12.2005 18:47
Kjaradómur hefur komist að niðurstöðu Kjaradómur hefur komist að niðurstöðu varðandi beiðni forsætisráðherra um að dómurinn endurskoði úrskurð sinn varðandi laun kjörinna fulltrúa landsins. Þetta tilkynnti Garðar Garðarsson, formaður dómsins, í fréttum NFS fyrir stundu. Niðurstaðan verður nú kynnt forsætisráðherra áður en fjölmiðlar fá að vita hana. Innlent 28.12.2005 18:33
Halda ráðstefnu um menningu í fangelsum Fangelsismálayfirvöld á Norðurlöndum hafa fengið um 900.000 krónur í styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að halda fangelsismenntaráðstefnu þar sem fjallað verður um menningu í fangelsum. Ráðstefnan verður haldin í maí á næsta ári á Selfossi. Innlent 28.12.2005 17:35
Fundur Kjaradóms að hefjast Kjaradómur hyggst koma aftur saman nú um klukkan hálfsex að ræða beiðni forsætisráðherra um endurskoðun úrskurðar um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa. Innlent 28.12.2005 17:15
Fjögur tilboð í úttekt á Reykjavíkurflugvelli Fjögur tilboð bárust í rekstrar- og skipulagslega úttekt á Reykjavíkurflugvelli að sögn Helga Hallgrímssonar, formanns samráðsnefndar um úttekt á Reykjavíkurflugvelli. Nefndin vinnur að því að samningar náist á milli Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins um skipulag Vatnsmýrarinnar. Innlent 28.12.2005 15:43
UVG í Reykjavík lýsir yfir stuðningi við samninga Stjórn Ungra vinstri grænna í Reykjavík lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi og ánægju með þá kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerði nýverið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Eflingu, þar sem lægstu laun voru hækkuð. Innlent 28.12.2005 15:28
Stjórnarandstaðan setur fyrirvara við væntanlega endurskoðun Kjaradóms Stjórnarandstaðan styður að hálfu leyti þá ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar að skipa Kjaradómi að endurskoða ákvörðun sína varðandi laun þjóðkjörinna fulltrúa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill aðkomu Alþingis að málinu og Ögmundur Jónasson vill einnig sjá endurskoðun á launum dómara. Innlent 27.12.2005 21:29
Endurskoða þarf úrskurð Mál málanna er ósk stjórnvalda um að kjaradómur endurskoði úrskurð sinn um laun ráðamanna á Íslandi. Formaður kjaradóms vill ekki tjá sig um beiðni stjórnvalda um að dómurinn endurskoði ákvörðun sína um laun forseta, ráðherra og þingmanna en kjaradómur mun fjalla um beiðnina á morgun. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu telja að kalla hefði átt Alþingi saman. Innlent 27.12.2005 20:16
Gestur fer fram í prófkjöri Gestur Kr Gestsson býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer nú í lok janúar. Innlent 27.12.2005 13:47
Býst við að endurskoðun verði rædd á fundi Forseti ASÍ segist fastlega gera ráð fyrir því að forsætisráðherra verði beðinn um að endurskoða úrskurð Kjaradóms á fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins á þriðjudag. Formaður Kjaradóms segir að dómnum sé falið vanþakklátt og vandasamt hlutverk. Nauðsynlegt sé að finna leið til að ákvarða laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna sem sæmileg sátt geti verið um. Innlent 24.12.2005 12:11
Sjúkraflugvél áfram á Ísafirði Sjúkraflugvél verður áfram staðsett á Ísafirði en til stóð að hún myndi hafa aðstöðu á Akureyri frá og með áramótum. Eftir því sem fram kemur á fréttavef Bæjarins besta hafði fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis samband við Halldór Halldórsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í gær og staðfesti þetta. Innlent 24.12.2005 10:02
Forsætisráðherra ræðir ekki kjarabæturnar án greinargerðar Forsætisráðherra vill ekki ræða kjarabætur til handa, ráðherrum, ríkisstjórn og æðstu embættismönnum við fjölmiðla nema fyrir liggi greinargerð frá Kjaradómi. Hann hefur hins vegar kallað aðila vinnumarkaðarins á sinn fund strax eftir jól. Innlent 23.12.2005 19:27
Nautgriparækt rekin með bullandi tapi Nautakjötsframleiðendur hafa litlar eða engar tekjur haft af búum sínum og halda þetta ekki út miklu lengur nema samkeppnisstaða þeirra verði bætt. Landbúnaðarráðherra segir það koma til greina að því gefnu að forystumenn bænda séu hlynntir styrkjum til þeirra. Innlent 23.12.2005 18:02
Vilja að Alþingi komi saman milli jóla og nýárs Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna eru reiðubúnir að koma saman til fundahalda milli jóla og nýárs vegna nýgengins úrskurðar Kjaradóms um laun æðstu embættismanna. Þessu er lýst yfir í bréfi sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna sendu forsætisráðherra í dag. Innlent 23.12.2005 17:21
Vilja að Dagur víki sæti sem borgarfulltrúi Ungir framsóknarmenn krefjast þess að Dagur B. Eggertsson víki sæti sem borgarfulltrúi, þar sem hann sé ekki lengur óháður frambjóðandi. Hann hafi fengið sæti sitt á silfurfati sem fulltrúi óháðra kjósenda en nú séu forsendur fyrir framboði hans brostnar. Innlent 23.12.2005 12:23
Ákvörðun Kjaradóms ábyrgðarleysi og skapar þrýsting Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. Innlent 23.12.2005 12:18
NSÍ vill frekari friðlýsingu í Þjórsárverum Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun umhverfisráðherra um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna norðan Langjökuls og Hofsjökul og skora á ráðherra að halda áfram á sömu braut. Innlent 23.12.2005 09:25
Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Bergur Þorri Benjamínsson stjórnarmaður í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í prófkjöri sem fram fer þann 5. febrúar. Bergur Þorri er 26 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. Innlent 22.12.2005 16:01
Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Innlent 22.12.2005 12:03
Kristján Þór vill fyrsta sætið Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hann útilokar ekki að fara í þingframboð. Innlent 22.12.2005 10:29
Gestur Guðjónsson býður sig fram Gestur Guðjónsson býður sig fram í þriðja sætið á lista Framsóknarflokknins í prófköri flokksins í janúar. Gestur hefur starfað sem umhverfis- og öryggisfulltrúi hjá Olíudreifingu frá árinu 1998. Hann er með meistaragráðu í umhverfisverkefræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur setið í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna frá því árið 2003. Gestur er í sambúð og á eitt barn. Innlent 22.12.2005 07:40
Hafa hækkað tvöfalt á við aðra Laun ráðherra og þingmanna hafa hækkað tvöfalt meira en launavísitala síðustu sjö árin. Laun ráðherra hafa hækkað um 103 prósent og laun þingmanna um 102 prósent á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 51 prósent að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Innlent 22.12.2005 07:40
Reykjavík fær langmest fé Reykjavík fær tvöfalt hærra framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga en það sveitarfélag sem fær næst mest úr sjóðnum. Framlögin sem Reykjavík fær eru að stærstum hluta vegna greiðslu húsaleigubóta. Innlent 21.12.2005 15:02
Hjördís sátt Hjördís Hákonardóttir dómsstjóri er sátt við samkomulag sem náðst hefur milli hennar og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í ágúst árið 2003. Innlent 20.12.2005 23:02