Stj.mál Stóru orðin ekki spöruð á Alþingi Stóru orðin voru ekki spöruð á Alþingi í morgun þegar umræðu um vatnalögin var haldið áfram. Iðnaðarráðherra sagði ekki stein standa yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Össur Skarphéðinsson var fyrstur í pontu til að ræða störf þingsins og sagði samkomulag EES ríkja um grunn vantatilskipunar ESB í höfn. Innlent 10.3.2006 13:15 Jóhannes og Gerður leiða listann Bæjarfulltrúarinri Jóhannes Gunnar Bjarnason og Gerður Jónsdóttir skipa tvö efstu sætin á lista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Jakob Björnsson, leiðtogi flokksins til margra ára, skipar heiðurssæti listans, það síðasta, en hann hafði áður tilkynnt að hann væri á útleið úr bæjarmálum. Innlent 9.3.2006 22:13 Ungmenni mótmæla í höfuðstöðvum Landsvirkjunar Nokkrir tugir ungmenna hafa safnast saman í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í Austurveri þar sem þeir mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Mótmælin eru á vegum sama hóps og stóð fyrir mótmælum í síðustu viku á skrifstofum Alcoa við Suðurlandsbraut, en lögregla var þá kölluð á vettvang og fjarlægði ungmennin. Innlent 9.3.2006 16:55 ESB kannar möguleika Íslands á evrunni Embættismenn Evrópusambandsins í Brussel kanna nú hvort Ísland geti tekið upp evruna eða fengið aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins án þess að ganga í sambandið. Innlent 9.3.2006 16:10 Stefnum að hvalveiðum í atvinnuskyni Íslendingar stefna að því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Enn á eftir að ákveða hvenær veiðar hefjast sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, á Alþingi í dag. Innlent 8.3.2006 19:07 Valgerður vill evru! Ísland gæti hæglega tekið upp evruna og gengið í myntbandalag Evrópu, án þess að ganga í Evrópusambandið, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í pistli á heimasíðu sinni. Óraunhæft, segir Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands. Innlent 8.3.2006 18:37 Mótmæltu kvöldfundi um vatnalög Stjórnarandstæðingar mótmæltu því við upphaf þingfundar klukkan sex að haldinn væri kvöldfundur til að fjalla um vatnalög, eitt umdeildasta frumvarpið sem liggur fyrir Alþingi. Innlent 8.3.2006 18:05 Frumvarp um æskulýðslög lyktar af lögregluríki og ofsóknaræði Nýtt frumvarp um æskulýðslög lyktar af lögregluríki og ofsóknaræði, segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í frumvarpinu er lagt til að allir þeir, sem sæki um vinnu sem varði æskulýðsmál, verði skylt að leggja fram sakavottorð. Innlent 8.3.2006 16:53 Viðgerðir á Þjóðleikhúsi næstar í röðinni Það myndi kosta 1,6 milljarða króna að gera þær viðgerðir á Þjóðleikhúsinu sem þörf krefur, sagði menntamálaráðherra á Alþingi í dag og setti viðgerðir á Þjóðleikhúsinu efstar á forgangslista þegar kemur að menningarstofnunum. Innlent 8.3.2006 16:17 Úr pólitík í bankann Fyrrum erfðaprins Framsóknarflokksins gekk af leikvelli stjórnmálanna í dag þegar forseti Íslands samþykkti afsögn hans sem félagsmálaráðherra á Ríkissráðsfundi í morgun. Eftir fundinn bað Árni flokksfélaga sína afsökunar á brotthvarfinu en sagði ástæður sínar persónulegar. Innlent 7.3.2006 17:34 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi samþykktur Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem verða þann 27. maí næstkomandi var samþykktur samhljóða á félagsfundi á mánudag. Níu efstu sæti listans eru skipuð í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fór fram þann fjórða febrúar síðastliðinn. Innlent 7.3.2006 12:04 Árni lætur af embætti í dag Árni Magnússon lætur af embætti félagsmálaráðherra á ríkisráðsfundi sem hefst klukkan ellefu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra færir sig þá um set yfir í félagsmálaráðuneytið og Siv Friðleifsdóttir tekur við heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 7.3.2006 09:37 Tekur sæti á þingi í lok apríl Guðjón Ólafur Jónsson sem tekur sæti Árna Magnússonar á þingi segist hafa orðið fyrir áfalli þegar honum varð ljóst að Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlaði að hætta á þingi og að hann sjálfur væri á leið á þing. Hann segir mikinn missi að Árna. Innlent 6.3.2006 17:50 Óvissan slæm fyrir Framsókn Staða Framsóknarflokksins veikist við þá ákvörðun Árna Magnússonar að hætta í pólitík að mati Önnu Kristinsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Hún telur slæmt fyrir flokkinn að ekki liggi skýrt fyrir hver muni taka við formennsku af Halldóri Ásgrímssyni eftir fráhvarf Árna. Innlent 6.3.2006 18:19 Brotthvarf Árna veikir Framsókn Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði. Innlent 6.3.2006 17:53 Helst illa á ráðherrum Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili. Innlent 6.3.2006 11:49 Árni Magnússon í Íslandsbanka Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur ákveðið að láta af störfum og ráða sig til starfa hjá Íslandsbanka þar sem hann verður forstöðumaður á fjárfestinga- og alþjóðasviði. Innlent 5.3.2006 17:16 Mannabreytingar í ríkisstjórn Íslands Mannabreytingar eru í uppsiglingu í ráðherraliði Framsóknarflokksins en þær verða kynntar eftir þingflokksfund í dag. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum NFS verður nýr ráðherrar skipaður í embætti en einnig verða einhverjir ráðherrar færðir til. Innlent 5.3.2006 16:04 Guðmundur sigraði í Fjarðabyggð Guðmundur Þorgrímsson, oddviti í Austurbyggð, sigraði í gær í prófkjöri Framsóknarflokksins í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi sem sameinast undir nafni Fjarðarbyggðar eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Innlent 5.3.2006 09:59 Prófkjör hjá framsóknarmönnum á Austurlandi Prófkjör er haldið í dag á vegum Framsóknarflokksins í fjórum sveitarfélögum sem munu sameinast við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta eru Fjarðabyggð, Austurbyggð, Mjóafjarðarhreppur og Fáskrúðsfjarðarhreppur. Innlent 4.3.2006 14:53 Framsókn stefnir á tvo borgarfulltrúa Markmiðið er að ná tveimur borgarfulltrúum í kosningunum í vor sögðu frambjóðendur Framsóknarflokksins þegar fjórir efstu á lista flokksins voru kynntir. Óskar Bergsson skipar annað sætið á eftir Birni Inga Hrafnssyni. Innlent 3.3.2006 16:06 Óbreytt í efstu sætunum hjá Framsókn í borginni Nú rétt í þessu var verið að tilkynna hverjir skipa fjögur efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skipar fyrsta sætið. Í öðru sæti er Óskar Bergsson, þriðja sætið skipar Marsibil Sæmundsdóttir og í því fjórða er Ásrún Kristjánsdóttir. Innlent 3.3.2006 15:23 Listi framsóknarmanna í Mosfellsbæ tilbúinn Félagsfundur í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar sem haldinn var í gærkvöldi samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar félagsins um skipun framboðslista framsóknarmanna B-listann í Mosfellsbæ vegna komandisveitarsjórnarkosninga 2006. Innlent 3.3.2006 13:04 Tilkynnt í dag hverjir skipa efstu sætin á lista Framsóknar Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, tilkynnir á blaðamannafundi klukkan tvö í dag hverjir skipa fyrstu fjögur sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tæpar fimm vikur eru frá prófkjöri flokksins, þar sem Björn Ingi lenti í fyrsta sæti. Innlent 3.3.2006 12:14 Rúm fyrir álver og stækkun Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi. Innlent 2.3.2006 16:51 Umsókn Bauhaus frestað vegna athugasemda Borgarráð frestaði enn einu sinni afgreiðslu á umsókn bygginarvörukeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun í landi Úlfarsfells, í þetta sinn vegna lögfræðiálits sem barst frá BYKO og mótmæla frá Mosfellsbæ. BYKO ásælist einnig lóðina þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóð skammt frá. Innlent 2.3.2006 14:07 Ragnhildur Inga færð úr fimmta sæti í það þriðja í Garðabæ Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ ákvað á fundi sínum í gærkvöld að færa Ragnhildi Ingu Guðbjartsdóttur úr fimmta sæti í það þriðja á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Innlent 2.3.2006 12:03 Mikill missir vegna lítils penings Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið. Innlent 2.3.2006 12:11 Borgarráð ræðir um lóð handa Bauhaus Borgarráð kom saman til fundar klukkan ellefu þar sem meðal annars átti að taka fyrir umsókn byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun undir Úlfarsfelli. Innlent 2.3.2006 12:06 Kemur vel til greina að nota tálbeitur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi nú rétt fyrir fréttir. Innlent 2.3.2006 11:59 « ‹ 40 41 42 43 44 45 46 47 48 … 187 ›
Stóru orðin ekki spöruð á Alþingi Stóru orðin voru ekki spöruð á Alþingi í morgun þegar umræðu um vatnalögin var haldið áfram. Iðnaðarráðherra sagði ekki stein standa yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Össur Skarphéðinsson var fyrstur í pontu til að ræða störf þingsins og sagði samkomulag EES ríkja um grunn vantatilskipunar ESB í höfn. Innlent 10.3.2006 13:15
Jóhannes og Gerður leiða listann Bæjarfulltrúarinri Jóhannes Gunnar Bjarnason og Gerður Jónsdóttir skipa tvö efstu sætin á lista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Jakob Björnsson, leiðtogi flokksins til margra ára, skipar heiðurssæti listans, það síðasta, en hann hafði áður tilkynnt að hann væri á útleið úr bæjarmálum. Innlent 9.3.2006 22:13
Ungmenni mótmæla í höfuðstöðvum Landsvirkjunar Nokkrir tugir ungmenna hafa safnast saman í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í Austurveri þar sem þeir mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Mótmælin eru á vegum sama hóps og stóð fyrir mótmælum í síðustu viku á skrifstofum Alcoa við Suðurlandsbraut, en lögregla var þá kölluð á vettvang og fjarlægði ungmennin. Innlent 9.3.2006 16:55
ESB kannar möguleika Íslands á evrunni Embættismenn Evrópusambandsins í Brussel kanna nú hvort Ísland geti tekið upp evruna eða fengið aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins án þess að ganga í sambandið. Innlent 9.3.2006 16:10
Stefnum að hvalveiðum í atvinnuskyni Íslendingar stefna að því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Enn á eftir að ákveða hvenær veiðar hefjast sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, á Alþingi í dag. Innlent 8.3.2006 19:07
Valgerður vill evru! Ísland gæti hæglega tekið upp evruna og gengið í myntbandalag Evrópu, án þess að ganga í Evrópusambandið, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í pistli á heimasíðu sinni. Óraunhæft, segir Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands. Innlent 8.3.2006 18:37
Mótmæltu kvöldfundi um vatnalög Stjórnarandstæðingar mótmæltu því við upphaf þingfundar klukkan sex að haldinn væri kvöldfundur til að fjalla um vatnalög, eitt umdeildasta frumvarpið sem liggur fyrir Alþingi. Innlent 8.3.2006 18:05
Frumvarp um æskulýðslög lyktar af lögregluríki og ofsóknaræði Nýtt frumvarp um æskulýðslög lyktar af lögregluríki og ofsóknaræði, segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í frumvarpinu er lagt til að allir þeir, sem sæki um vinnu sem varði æskulýðsmál, verði skylt að leggja fram sakavottorð. Innlent 8.3.2006 16:53
Viðgerðir á Þjóðleikhúsi næstar í röðinni Það myndi kosta 1,6 milljarða króna að gera þær viðgerðir á Þjóðleikhúsinu sem þörf krefur, sagði menntamálaráðherra á Alþingi í dag og setti viðgerðir á Þjóðleikhúsinu efstar á forgangslista þegar kemur að menningarstofnunum. Innlent 8.3.2006 16:17
Úr pólitík í bankann Fyrrum erfðaprins Framsóknarflokksins gekk af leikvelli stjórnmálanna í dag þegar forseti Íslands samþykkti afsögn hans sem félagsmálaráðherra á Ríkissráðsfundi í morgun. Eftir fundinn bað Árni flokksfélaga sína afsökunar á brotthvarfinu en sagði ástæður sínar persónulegar. Innlent 7.3.2006 17:34
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi samþykktur Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem verða þann 27. maí næstkomandi var samþykktur samhljóða á félagsfundi á mánudag. Níu efstu sæti listans eru skipuð í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fór fram þann fjórða febrúar síðastliðinn. Innlent 7.3.2006 12:04
Árni lætur af embætti í dag Árni Magnússon lætur af embætti félagsmálaráðherra á ríkisráðsfundi sem hefst klukkan ellefu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra færir sig þá um set yfir í félagsmálaráðuneytið og Siv Friðleifsdóttir tekur við heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 7.3.2006 09:37
Tekur sæti á þingi í lok apríl Guðjón Ólafur Jónsson sem tekur sæti Árna Magnússonar á þingi segist hafa orðið fyrir áfalli þegar honum varð ljóst að Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlaði að hætta á þingi og að hann sjálfur væri á leið á þing. Hann segir mikinn missi að Árna. Innlent 6.3.2006 17:50
Óvissan slæm fyrir Framsókn Staða Framsóknarflokksins veikist við þá ákvörðun Árna Magnússonar að hætta í pólitík að mati Önnu Kristinsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Hún telur slæmt fyrir flokkinn að ekki liggi skýrt fyrir hver muni taka við formennsku af Halldóri Ásgrímssyni eftir fráhvarf Árna. Innlent 6.3.2006 18:19
Brotthvarf Árna veikir Framsókn Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði. Innlent 6.3.2006 17:53
Helst illa á ráðherrum Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili. Innlent 6.3.2006 11:49
Árni Magnússon í Íslandsbanka Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur ákveðið að láta af störfum og ráða sig til starfa hjá Íslandsbanka þar sem hann verður forstöðumaður á fjárfestinga- og alþjóðasviði. Innlent 5.3.2006 17:16
Mannabreytingar í ríkisstjórn Íslands Mannabreytingar eru í uppsiglingu í ráðherraliði Framsóknarflokksins en þær verða kynntar eftir þingflokksfund í dag. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum NFS verður nýr ráðherrar skipaður í embætti en einnig verða einhverjir ráðherrar færðir til. Innlent 5.3.2006 16:04
Guðmundur sigraði í Fjarðabyggð Guðmundur Þorgrímsson, oddviti í Austurbyggð, sigraði í gær í prófkjöri Framsóknarflokksins í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi sem sameinast undir nafni Fjarðarbyggðar eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Innlent 5.3.2006 09:59
Prófkjör hjá framsóknarmönnum á Austurlandi Prófkjör er haldið í dag á vegum Framsóknarflokksins í fjórum sveitarfélögum sem munu sameinast við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta eru Fjarðabyggð, Austurbyggð, Mjóafjarðarhreppur og Fáskrúðsfjarðarhreppur. Innlent 4.3.2006 14:53
Framsókn stefnir á tvo borgarfulltrúa Markmiðið er að ná tveimur borgarfulltrúum í kosningunum í vor sögðu frambjóðendur Framsóknarflokksins þegar fjórir efstu á lista flokksins voru kynntir. Óskar Bergsson skipar annað sætið á eftir Birni Inga Hrafnssyni. Innlent 3.3.2006 16:06
Óbreytt í efstu sætunum hjá Framsókn í borginni Nú rétt í þessu var verið að tilkynna hverjir skipa fjögur efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skipar fyrsta sætið. Í öðru sæti er Óskar Bergsson, þriðja sætið skipar Marsibil Sæmundsdóttir og í því fjórða er Ásrún Kristjánsdóttir. Innlent 3.3.2006 15:23
Listi framsóknarmanna í Mosfellsbæ tilbúinn Félagsfundur í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar sem haldinn var í gærkvöldi samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar félagsins um skipun framboðslista framsóknarmanna B-listann í Mosfellsbæ vegna komandisveitarsjórnarkosninga 2006. Innlent 3.3.2006 13:04
Tilkynnt í dag hverjir skipa efstu sætin á lista Framsóknar Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, tilkynnir á blaðamannafundi klukkan tvö í dag hverjir skipa fyrstu fjögur sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tæpar fimm vikur eru frá prófkjöri flokksins, þar sem Björn Ingi lenti í fyrsta sæti. Innlent 3.3.2006 12:14
Rúm fyrir álver og stækkun Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi. Innlent 2.3.2006 16:51
Umsókn Bauhaus frestað vegna athugasemda Borgarráð frestaði enn einu sinni afgreiðslu á umsókn bygginarvörukeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun í landi Úlfarsfells, í þetta sinn vegna lögfræðiálits sem barst frá BYKO og mótmæla frá Mosfellsbæ. BYKO ásælist einnig lóðina þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóð skammt frá. Innlent 2.3.2006 14:07
Ragnhildur Inga færð úr fimmta sæti í það þriðja í Garðabæ Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ ákvað á fundi sínum í gærkvöld að færa Ragnhildi Ingu Guðbjartsdóttur úr fimmta sæti í það þriðja á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Innlent 2.3.2006 12:03
Mikill missir vegna lítils penings Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið. Innlent 2.3.2006 12:11
Borgarráð ræðir um lóð handa Bauhaus Borgarráð kom saman til fundar klukkan ellefu þar sem meðal annars átti að taka fyrir umsókn byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun undir Úlfarsfelli. Innlent 2.3.2006 12:06
Kemur vel til greina að nota tálbeitur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi nú rétt fyrir fréttir. Innlent 2.3.2006 11:59