Stj.mál

Fréttamynd

Tíu hús verða ekki rifin

Að minnsta kosti tíu af þeim 25 húsum við Laugaveg sem borgaryfirvöld hafa heimilað að megi rífa verða ekki rifin á næstu misserum. Fréttablaðið hafði samband við eigendur flestra húsanna og spurði um áform þeirra í kjölfar úrskurðar borgaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Vilja halda kverkataki á neytendum

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir bankana standa á bak við hækkandi fasteignaverð og ýjar að því að þeir séu að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar".

Innlent
Fréttamynd

Leita til alþjóðasamfélagsins

Líbanar ætla að leita til alþjóðlegra sérfræðinga við rannsókn á sprengjuárásinni sem drap Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í landinu, auk fimmtán annarra á mánudaginn. Hart hefur verið þrýst á líbönsk stjórnvöld um að fá alþjóðasamfélagið í málið og nú hafa þau orðið við því.

Erlent
Fréttamynd

Kýótó bókunin orðin að lögum

Fyrsta skrefið í því ferli að sporna gegn útbreiðslu gróðurhúsalofttegunda í heiminum í framtíðinni var stigið í gær þegar hin sjö ára gamla Kyoto-loftslagsbókun varð loks að alþjóðalögum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Öll spjót standa á Sýrlandsstjórn

Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Kalla sendiherra sinn heim

Yfirvöld í Líbanon segja yfirgnæfandi líkur á að morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, í fyrradag hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Þrátt fyrir það hafa Bandaríkjamenn kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim í kjölfar árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Munu brátt geta smíðað kjarnavopn

Ísraelsstjórn heldur því fram að aðeins sé hálft ár þar til stjórnvöld í Íran verði búin að koma sér upp allri þeirri þekkingu sem þau skortir nú til að smíða kjarnorkuvopn.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn segjast saklausir

Embættismaður í Íran sagði á fjórða tímanum að ástæða sprengingar sem varð í landinu fyrr í dag sé sú að verið sé að byggja stíflu á svæðinu. Vitni á staðnum fullyrtu í fyrstu að sprengju hefði verið skotið úr flugvél á autt svæði nærri borginni Dailam í suðurhluta Írans. Bandaríkjamenn segjast hvergi hafa komið þarna nærri.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrar langveikra fá greitt

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Árna Magnússonar félagsmálaráðherra um að ríkið komi í framtíðinni til móts við foreldra langveikra og fatlaðra barna með greiðslum úr ríkissjóði.

Innlent
Fréttamynd

Danskur ráðherra segir af sér

Ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í Danmörku sagði af sér í morgun vegna eigin peningavandræða. Ráðherranum, Henriette Kjær, og eiginmanni hennar hafði margoft verið fyrirskipað af dómstóli í Kaupmannahöfn að borga upp vangreitt lán fyrir húsgagnakaupum upp á rúmlega 600 þúsund íslenskar krónur, en aldrei farið eftir því.

Erlent
Fréttamynd

Íranar og Sýrlendingar samstíga

Íranar og Sýrlendingar ætla að mynda bandalag gegn hverjum þeim sem ógnar þjóðunum tveimur. Bandaríkjamenn hafa undanfarið lýst yfir óánægju með stjórnarhætti í löndunum og er talið að yfirlýsingin nú sé andsvar þjóðanna við ummælum Bandaríkjamanna undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Kristinn H. tekinn í sátt

Sættir náðust í gærkvöld milli Kristins H. Gunnarssonar og þingflokks Framsóknarflokksins er Kristni voru boðin að nýju sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd, sem hann sat í áður en honum var vikið úr nefndum í haust.

Innlent
Fréttamynd

Stórt skref stigið á Alþingi

Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aukin réttindi foreldra

Félagsmálaráðherra boðaði rétt fyrir hádegi umfangsmiklar breytingar á réttindum foreldra langveikra barna í fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurnina um þennan rétt foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað

Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Færa þarf sendiráð BNA

Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók undir það með Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að staðsetning bandaríska sendiráðsins í Þingholtunum væri ekki heppileg.

Innlent
Fréttamynd

170 milljónir fram úr áætlun

R-listinn hefur engar haldbærar skýringar á því af hverju kostnaður við landnámsskálann við Aðalstræti hefur farið að minnsta kosti 170 milljónir króna fram úr kostnaðaráætlun. Þetta segir oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningurinn ekki úr sögunni

Kristinn H. Gunnarsson segir allan skoðanaágreining ekki úr sögunni þótt hann tæki aftur sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um endurkomu Kristins

Stjórn þingflokks Framsóknarflokksins hefur átt í viðræðum við Kristin H. Gunnarsson að undanförnu um að hann endurheimti fyrri stöðu í nefndum Alþingis. Búist er við að það dragi til tíðinda á sérstökum þingflokksfundi í kvöld. Formaður þingflokksins segir þó eingöngu um reglubundinn kvöldverðarfund þingflokksins að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk tíðindi við Tjörnina?

Pólitískra tíðinda gæti verið að vænta úr tólf manna matarveislu við Tjörnina í kvöld. Þingmenn Framsóknarflokksins ætla að snæða saman og ræða málefni flokksins, þar á meðal stöðu Kristins H. Gunnarssonar sem útilokaður var frá nefndarstarfi í haust. Sáttatónn virðist vera kominn í menn.

Innlent
Fréttamynd

Lúðvík útilokar ekkert

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar úr Suðurkjördæmi, útilokar ekki að hann bjóði sig fram í embætti varaformanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kostar 620 milljónir

Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag sögðu sjálfstæðismenn að kostnaður við landnámsbæinn væri kominn 170 til 263 milljónum fram úr áætlunum. Kostnaður væri nú 620 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Annir vestra tefja varnarviðræður

Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig.

Innlent
Fréttamynd

Hreint og klárt lögbrot

Þær aðstæður sem föngum í fangelsinu á Akureyri er gert að búa við eru hreint og klárt lögbrot að áliti Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns. Hún segir að úrbótum í málefnum fanga hafi lítið miðað, en nú kveði við nýjan tón hjá nýjum fangelsismálastjóra. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vill vernd fyrir sparifjáreigendur

Íslendingar eiga 280 milljarða króna inni á bankareikningum sínum. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, óttast að sú staða komi upp að bankarnir geti ekki greitt þetta út og vill aukna vernd fyrir sparifjáreigendur.

Innlent
Fréttamynd

Farið að kostunarreglum

Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi um kostun dagskrárliða í útvarpi og sjónvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingavernd lægri hér

Lágmarksfjárhæð tryggingaverndar er lægri hér en á hinum Norðurlöndunum. Hún er hins vegar í samræmi við lágmarksfjárhæð tryggingaverndar í flestum ESB-ríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bein pólitísk afskipti

Menntamálaráðherra ætlar að afnema afnotagjöld og breyta jafnframt fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins. Pólitískt skipað útvarpsráð heyrir hugsanlega sögunni til - í það minnsta bein afskipti stjórnmálaflokka af rekstri Ríkisútvarpsins. </font /></b />

Innlent