Stj.mál Skipti sér ekki af ráðningunni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki hafa skipt sér af ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Stjórnendur stofnunarinnar verði að stýra sínum eigin málum og bera ábyrgð á þeim. Innlent 13.10.2005 18:54 Hryðjuverkamönnum sleppt úr haldi Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar neyðst til þess að sleppa úr haldi meintum hryðjuverkamanni og líklegt er að sleppa verði átta til viðbótar þar sem ný lög gegn hryðjuverkum hafa ekki enn fengist samþykkt á breska þinginu. Erlent 13.10.2005 18:53 Heitar umræður um RÚV á þingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. Innlent 10.3.2005 00:01 Sólarhringsvaktir ekki í augsýn Sólarhringsvaktir á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru ekki í augsýn. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Segir hæfan mann hafa verið ráðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að neinn víki úr stöðu sinni vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Hún segir að hæfur maður hafi verið ráðinn. Innlent 10.3.2005 00:01 Hættir sem sendiherra í haust Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini. Innlent 13.10.2005 18:53 Vanþóknun á fréttamönnum "Ég lít það afar alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins skuli haga sér með þessum hætti," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vegna aðgerða fréttamanna Ríkisútvarpsins í gær. Hún segir það ekki hæfa þeim að nota útvarpið sem áróðurstæki og aðgerðir þeirra alltof róttækar. Innlent 13.10.2005 18:53 Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Innlent 13.10.2005 18:53 Stjórnskipun á krossgötum Ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands er meðal þess sem til greina kemur að breyta við endurskoðun hennar. Vonast er til virkrar aðkomu almennings í því ferli. Innlent 13.10.2005 18:53 Leggur til fast verð fyrir lóðir Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. Innlent 13.10.2005 18:53 Segja ráðningu ekki pólitíska Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Innlent 10.3.2005 00:01 Hafa bæði skilað inn framboði Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út klukkan fjögur í dag. Tvö framboð bárust, frá Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur varaformanni. Í tilkynningu kjörstjórnar segir að ákveðið hafi verið að formaður verði kosinn í póstkosningu og að kjörseðlar verði sendir út til flokksmanna 22. apríl. Innlent 13.10.2005 18:53 Fagnar niðurstöðu könnunar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar niðurstöðu könnunar Gallups um að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Siv hefur lagt fram frumvarp um að banna reykingar á stöðunum ásamt tveimur öðrum þingkonum. Innlent 13.10.2005 18:53 Vinstri - grænir mótmæla ráðningu Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ályktað um ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps og mótmælir ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðninguna. Innlent 13.10.2005 18:53 Í alla staði gagnlegur "Fundurinn var í alla staði gagnlegur en það kom ekkert fram sem ekki hafði heyrst áður, " segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, eftir fjölmennan borgarafund sem haldin var um uppbyggingu og verndun Laugavegs í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Strand í tekjustofnanefnd Tekjustofnanefnd sem ræðir breytta tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkisins hefur ekki fundað í rúma viku. Innlent 13.10.2005 18:53 Sömu fjármögnunarreglur og flokks Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaði kosningaskrifstofu í Ármúla í Reykjavík í dag vegna formannskjörsins innan Samfylkingarinnar. Hún segir að sömu reglur gildi um fjármögnun framboðs hennar og gilda um framboð flokksins yfirleitt. Innlent 13.10.2005 18:53 Ingibjörg formlega í framboði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti formlega um framboð sitt til formanns flokksins í gær um leið og hún opnaði kosningaskrifstofu og heimasíðu undir slagorðinu: "Förum alla leið". Innlent 13.10.2005 18:53 Vill ekki slíta R-listasamstarfi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur ekki undir skoðun ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um að slíta beri R-listasamstarfinu þótt hún telji Samfylkinguna hafa alla burði til þess að bjóða fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningum. Innlent 13.10.2005 18:53 Feðrum gert erfitt að vera ábyrgir Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs. Innlent 13.10.2005 18:53 Samfylkingin bjóði sér fram Ungir jafnaðarmenn vilja að Samfylkingin í Reykjavík bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum sem haldnar verða eftir rúmt ár. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi. Bent er á að samstarfið í Reykjavík hafi verið farsælt en tími sé kominn fyrir Samfylkinguna til að draga sig út úr samstarfinu innan Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 18:53 Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð "Ég er hættur að drekka," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins en andstæðingar Magnúsar innan Frjálslynda flokksins hafa gert áfengisvanda hans að umtalsefni á internetinu. Magnús viðurkennir að um jólin hafi hann farið í vikulanga meðferð á Vogi. Hann segir áfengið vandamál sem hann hafi ekki getað leyst á eigin spýtur. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:52 Mælt með þeim síst hæfa Fyrrum útvarpsráðsmaður segir að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði hafi í gær mælt með þeim umsækjanda í stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins sem er síst hæfur, Auðuni Georg Ólafssyni. Starfsfólk RÚV skorar á útvarpsstjóra að ráða faglega í stöðuna. Innlent 8.3.2005 00:01 Undarleg vinnubrögð við frumvarp "Vinnubrögðin í málinu eru undarleg en að vísu ekki eindæmi af hálfu þessa ráðherra." segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um endurskipulagningu ríkisútvarpsins Innlent 13.10.2005 18:53 Skrifi einkavæðinganefnd bréf Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Forsætisráðherra með ráðherraræði Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Ráðherra vill lengja fæðingarorlof Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að þegar jafnvægi hafi náðst í fæðingarorlofskerfinu sé hugsanlegt að fæðingarorlofið verði lengt í ár. Innlent 13.10.2005 18:53 Vilja afnám fyrningarfresta Tæplega 3.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista samtakanna Blátt áfram, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Innlent 13.10.2005 18:53 Hálfkák hjá Sýrlendingum Bandaríkjamenn segja að brottfluttningur hluta af herliði Sýrlendinga frá Líbanon sé ekkert annað en hálfkák. Utanríkisráðherra Ísraels tekur í sama streng og segir einnig rétt að afvopna skæruliðasamtök eins og Hizzbollah. Erlent 13.10.2005 18:52 Heimila Kínverjum hernaðaraðgerðir Kínverjar hafa kynnt til sögunnar lög sem heimila þeim hernaðaraðgerðir til að sporna við sjálfstæði Taívans, ef aðrar aðferðir þrjóta. Lögin verða formlega tekin fyrir í kínverska þinginu eftir viku og er einungis formsatriði að fá þau samþykkt. Erlent 13.10.2005 18:52 « ‹ 128 129 130 131 132 133 134 135 136 … 187 ›
Skipti sér ekki af ráðningunni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki hafa skipt sér af ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Stjórnendur stofnunarinnar verði að stýra sínum eigin málum og bera ábyrgð á þeim. Innlent 13.10.2005 18:54
Hryðjuverkamönnum sleppt úr haldi Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar neyðst til þess að sleppa úr haldi meintum hryðjuverkamanni og líklegt er að sleppa verði átta til viðbótar þar sem ný lög gegn hryðjuverkum hafa ekki enn fengist samþykkt á breska þinginu. Erlent 13.10.2005 18:53
Heitar umræður um RÚV á þingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. Innlent 10.3.2005 00:01
Sólarhringsvaktir ekki í augsýn Sólarhringsvaktir á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru ekki í augsýn. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Segir hæfan mann hafa verið ráðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að neinn víki úr stöðu sinni vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Hún segir að hæfur maður hafi verið ráðinn. Innlent 10.3.2005 00:01
Hættir sem sendiherra í haust Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini. Innlent 13.10.2005 18:53
Vanþóknun á fréttamönnum "Ég lít það afar alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins skuli haga sér með þessum hætti," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vegna aðgerða fréttamanna Ríkisútvarpsins í gær. Hún segir það ekki hæfa þeim að nota útvarpið sem áróðurstæki og aðgerðir þeirra alltof róttækar. Innlent 13.10.2005 18:53
Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Innlent 13.10.2005 18:53
Stjórnskipun á krossgötum Ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands er meðal þess sem til greina kemur að breyta við endurskoðun hennar. Vonast er til virkrar aðkomu almennings í því ferli. Innlent 13.10.2005 18:53
Leggur til fast verð fyrir lóðir Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. Innlent 13.10.2005 18:53
Segja ráðningu ekki pólitíska Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Innlent 10.3.2005 00:01
Hafa bæði skilað inn framboði Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út klukkan fjögur í dag. Tvö framboð bárust, frá Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur varaformanni. Í tilkynningu kjörstjórnar segir að ákveðið hafi verið að formaður verði kosinn í póstkosningu og að kjörseðlar verði sendir út til flokksmanna 22. apríl. Innlent 13.10.2005 18:53
Fagnar niðurstöðu könnunar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar niðurstöðu könnunar Gallups um að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Siv hefur lagt fram frumvarp um að banna reykingar á stöðunum ásamt tveimur öðrum þingkonum. Innlent 13.10.2005 18:53
Vinstri - grænir mótmæla ráðningu Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ályktað um ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps og mótmælir ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðninguna. Innlent 13.10.2005 18:53
Í alla staði gagnlegur "Fundurinn var í alla staði gagnlegur en það kom ekkert fram sem ekki hafði heyrst áður, " segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, eftir fjölmennan borgarafund sem haldin var um uppbyggingu og verndun Laugavegs í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Strand í tekjustofnanefnd Tekjustofnanefnd sem ræðir breytta tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkisins hefur ekki fundað í rúma viku. Innlent 13.10.2005 18:53
Sömu fjármögnunarreglur og flokks Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaði kosningaskrifstofu í Ármúla í Reykjavík í dag vegna formannskjörsins innan Samfylkingarinnar. Hún segir að sömu reglur gildi um fjármögnun framboðs hennar og gilda um framboð flokksins yfirleitt. Innlent 13.10.2005 18:53
Ingibjörg formlega í framboði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti formlega um framboð sitt til formanns flokksins í gær um leið og hún opnaði kosningaskrifstofu og heimasíðu undir slagorðinu: "Förum alla leið". Innlent 13.10.2005 18:53
Vill ekki slíta R-listasamstarfi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur ekki undir skoðun ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um að slíta beri R-listasamstarfinu þótt hún telji Samfylkinguna hafa alla burði til þess að bjóða fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningum. Innlent 13.10.2005 18:53
Feðrum gert erfitt að vera ábyrgir Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs. Innlent 13.10.2005 18:53
Samfylkingin bjóði sér fram Ungir jafnaðarmenn vilja að Samfylkingin í Reykjavík bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum sem haldnar verða eftir rúmt ár. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi. Bent er á að samstarfið í Reykjavík hafi verið farsælt en tími sé kominn fyrir Samfylkinguna til að draga sig út úr samstarfinu innan Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 18:53
Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð "Ég er hættur að drekka," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins en andstæðingar Magnúsar innan Frjálslynda flokksins hafa gert áfengisvanda hans að umtalsefni á internetinu. Magnús viðurkennir að um jólin hafi hann farið í vikulanga meðferð á Vogi. Hann segir áfengið vandamál sem hann hafi ekki getað leyst á eigin spýtur. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:52
Mælt með þeim síst hæfa Fyrrum útvarpsráðsmaður segir að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði hafi í gær mælt með þeim umsækjanda í stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins sem er síst hæfur, Auðuni Georg Ólafssyni. Starfsfólk RÚV skorar á útvarpsstjóra að ráða faglega í stöðuna. Innlent 8.3.2005 00:01
Undarleg vinnubrögð við frumvarp "Vinnubrögðin í málinu eru undarleg en að vísu ekki eindæmi af hálfu þessa ráðherra." segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um endurskipulagningu ríkisútvarpsins Innlent 13.10.2005 18:53
Skrifi einkavæðinganefnd bréf Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Forsætisráðherra með ráðherraræði Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Ráðherra vill lengja fæðingarorlof Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að þegar jafnvægi hafi náðst í fæðingarorlofskerfinu sé hugsanlegt að fæðingarorlofið verði lengt í ár. Innlent 13.10.2005 18:53
Vilja afnám fyrningarfresta Tæplega 3.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista samtakanna Blátt áfram, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Innlent 13.10.2005 18:53
Hálfkák hjá Sýrlendingum Bandaríkjamenn segja að brottfluttningur hluta af herliði Sýrlendinga frá Líbanon sé ekkert annað en hálfkák. Utanríkisráðherra Ísraels tekur í sama streng og segir einnig rétt að afvopna skæruliðasamtök eins og Hizzbollah. Erlent 13.10.2005 18:52
Heimila Kínverjum hernaðaraðgerðir Kínverjar hafa kynnt til sögunnar lög sem heimila þeim hernaðaraðgerðir til að sporna við sjálfstæði Taívans, ef aðrar aðferðir þrjóta. Lögin verða formlega tekin fyrir í kínverska þinginu eftir viku og er einungis formsatriði að fá þau samþykkt. Erlent 13.10.2005 18:52