Stj.mál Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Innlent 22.11.2006 16:20 Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Innlent 22.11.2006 14:59 Danski bankar klofnir í afstöðu sinni til íslensks efnahagslífs Stærstu bankar Danmerkur eru klofnir í afstöðu sinni til framtíðarþróunar íslensks efnahagslífs, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð að undanförnu. Innlent 22.11.2006 13:59 Hagvöxtur dregst mest saman á Íslandi á milli ára Búist er við að heldur dragi úr hagvexti í hinum norrænu ríkjum á næsta ári ef undan er skilinn Noregur, en mest dregur úr honum hér á landi. Reiknað er með að hagvöxtur á Norðurlöndunum verði að meðaltali um 3,4 prósent á þessu ári en þrjú prósent árið 2007. Innlent 22.11.2006 13:17 Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins. Innlent 22.11.2006 12:55 HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir. Innlent 21.11.2006 16:32 Anna Kristín tekur þriðja sætið Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni. Innlent 21.11.2006 15:16 Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum. Innlent 21.11.2006 14:14 Aðeins eftirlit með mannaferðum á varnarsvæðinu Eina eftirlitið sem verið hefur á Varnarsvæðinu fyrrverandi í Keflavík er með mannaferðum en ekki viðhaldi mannvirkja. Hundraða milljóna tjón varð þar vegna vatnsskemmda en engar tryggingar eru fyrir hendi að sögn utanríkisráðherra. Innlent 21.11.2006 12:16 Starfshópur fer yfir málefni barna af erlendum uppruna Tilkynnt var á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í gær að stofna ætti starfshóp um málefni barna af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Starfshópnum er meðal annars ætlað að gera tillögur um úrbætur í þjónustu við börn og unglinga af erlendum uppruna, þar á meðal í íslenskukennslu. Innlent 21.11.2006 11:10 Fjármunir af söluandvirði Símans fluttir milli ára Fjármunum af söluandvirði Landssímans sem verja átti til gerðar Sundabrautar seinkar að hluta um eitt ár samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Innlent 21.11.2006 10:46 Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Innlent 20.11.2006 16:35 Bergþór hættur sem aðstoðarmaður samgönguráðherra Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins. Hann mun leita á önnur mið eins og segir í tilkynningu frá honum til samstarfsmanna. Innlent 20.11.2006 12:04 Ungir jafnaðarmenn segja Valdimar Leó tapsáran Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi. Innlent 20.11.2006 11:50 Fækkar í þingflokki Samfylkingarinnar Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagði sig úr flokknum í beinni útsendingu í Silfri Egils í dag. Þar með fækkar þingmönnum Samfylkingarinnar úr 20 í 19. Valdimar segir prófkjörsfyrirkomulagið hampa þeim sem koma frá stærri bæjum innan kjördæma og þeim sem hafa aðgang að fjármagni, en hann hafnaði í fjórtánda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Innlent 19.11.2006 18:41 Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi. Innlent 19.11.2006 13:33 Birtir uppgjör úr prófkjörsbaráttu sinni Sigríður Andersen, sem hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt uppgjör á kostnaði við prófkjör sitt. Sigríður telur að flokkar og framboð eig að hafa sjálfdæmi um hversu mikið af upplýsingunum þau birta. Innlent 19.11.2006 13:31 Kristinn segir ekki á döfinni að ganga úr Framsóknarflokknum Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki á döfinni að segja sig úr Framsóknarflokknum. Þetta sagði Kristinn í þættinum Silfur Egils á Stöð 2. Kristinn lenti í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í fyrradag. Flokkurinn hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu. Innlent 19.11.2006 12:57 Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir. Innlent 18.11.2006 16:09 Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið. Innlent 18.11.2006 12:36 VG krefst frestunar allra framkvæmda í stóriðju Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin lýsi því tafarlaust yfir að öllum frekari stóriðjuframkvæmdum verði frestað. Í ályktun þingflokksins að nú fari fram kapphlaup um byggingu orkuvera fyrir erlendar álbræðslur. Fyrirheit um lágt raforkuverð og ókeypis mengunarkvóta hvetji stórfyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Íslands og loka verksmiðjum í löndum sem gera meiri kröfur um mengunarvarnir og selja orkuna á hærra verði. Innlent 17.11.2006 16:12 Stjórnarandstaðan: Betur má ef duga skal Innlent 17.11.2006 12:50 Dómsmálaráðherra neitaði að svara fyrirspurn á Alþingi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag þegar hann neitaði að svara fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Kristinn vildi vita hversu oft símar Alþingismanna hafi verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda, hvenær það hafi gerst, hverjir hafi verið hleraðir og hver ástæðan var fyrir hleruninni. Innlent 15.11.2006 15:17 Stjórnvöld verða að taka á málefnum innflytjenda segja Vinstri grænir og Samfylkingin Farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum hefst ekki án atbeina stjórnvalda en þetta kemur fram í framkvæmdaáætlun um málefni innflytenda sem borgarstjórnarflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar kynntu í dag. Innlent 14.11.2006 20:02 Rætt um stóriðju á Suðurlandi Iðnaðarráðherra var sakaður um tvískinnung á Alþingi í dag þegar hann segði enga stóriðjustefnu hér á landi heldur væri það á valdi sveitarfélaganna sjálfra að taka ákvörðun um orkufrekan iðnað. álversáform í Þorlákshöfn voru gagnrýnd í utandagskrárumræðu, sem Álfheiður Ingadóttir, VG. hóf. Innlent 14.11.2006 14:31 Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins. Innlent 13.11.2006 15:26 Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. Innlent 13.11.2006 14:36 Hátt í hundrað atkvæði gleymdust í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi Kjörstjórn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur uppgötvað að 87 atkvæði úr einum kjörkassa voru ekki talin í prófkjöri flokksins sem fram fór fyrir rúmri viku. Hún hefur yfirfarið þessi atkvæði og breyta þau í engu röð frambjóðenda á listanum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórninni. Kjörstjórn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Innlent 12.11.2006 19:46 Vill íslensk heiti á erlendum kvikmyndir Menntamálaráðuneytið vill sporna við þeirri þróun að heiti erlendra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu einungis á ensku og vill íslenska heitin. Innlent 12.11.2006 19:29 Kallar eftir strangari reglum um merkingar á framkvæmdum Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt. Innlent 12.11.2006 18:56 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 187 ›
Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Innlent 22.11.2006 16:20
Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Innlent 22.11.2006 14:59
Danski bankar klofnir í afstöðu sinni til íslensks efnahagslífs Stærstu bankar Danmerkur eru klofnir í afstöðu sinni til framtíðarþróunar íslensks efnahagslífs, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð að undanförnu. Innlent 22.11.2006 13:59
Hagvöxtur dregst mest saman á Íslandi á milli ára Búist er við að heldur dragi úr hagvexti í hinum norrænu ríkjum á næsta ári ef undan er skilinn Noregur, en mest dregur úr honum hér á landi. Reiknað er með að hagvöxtur á Norðurlöndunum verði að meðaltali um 3,4 prósent á þessu ári en þrjú prósent árið 2007. Innlent 22.11.2006 13:17
Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins. Innlent 22.11.2006 12:55
HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir. Innlent 21.11.2006 16:32
Anna Kristín tekur þriðja sætið Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni. Innlent 21.11.2006 15:16
Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum. Innlent 21.11.2006 14:14
Aðeins eftirlit með mannaferðum á varnarsvæðinu Eina eftirlitið sem verið hefur á Varnarsvæðinu fyrrverandi í Keflavík er með mannaferðum en ekki viðhaldi mannvirkja. Hundraða milljóna tjón varð þar vegna vatnsskemmda en engar tryggingar eru fyrir hendi að sögn utanríkisráðherra. Innlent 21.11.2006 12:16
Starfshópur fer yfir málefni barna af erlendum uppruna Tilkynnt var á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í gær að stofna ætti starfshóp um málefni barna af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Starfshópnum er meðal annars ætlað að gera tillögur um úrbætur í þjónustu við börn og unglinga af erlendum uppruna, þar á meðal í íslenskukennslu. Innlent 21.11.2006 11:10
Fjármunir af söluandvirði Símans fluttir milli ára Fjármunum af söluandvirði Landssímans sem verja átti til gerðar Sundabrautar seinkar að hluta um eitt ár samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Innlent 21.11.2006 10:46
Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Innlent 20.11.2006 16:35
Bergþór hættur sem aðstoðarmaður samgönguráðherra Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins. Hann mun leita á önnur mið eins og segir í tilkynningu frá honum til samstarfsmanna. Innlent 20.11.2006 12:04
Ungir jafnaðarmenn segja Valdimar Leó tapsáran Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi. Innlent 20.11.2006 11:50
Fækkar í þingflokki Samfylkingarinnar Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagði sig úr flokknum í beinni útsendingu í Silfri Egils í dag. Þar með fækkar þingmönnum Samfylkingarinnar úr 20 í 19. Valdimar segir prófkjörsfyrirkomulagið hampa þeim sem koma frá stærri bæjum innan kjördæma og þeim sem hafa aðgang að fjármagni, en hann hafnaði í fjórtánda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Innlent 19.11.2006 18:41
Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi. Innlent 19.11.2006 13:33
Birtir uppgjör úr prófkjörsbaráttu sinni Sigríður Andersen, sem hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt uppgjör á kostnaði við prófkjör sitt. Sigríður telur að flokkar og framboð eig að hafa sjálfdæmi um hversu mikið af upplýsingunum þau birta. Innlent 19.11.2006 13:31
Kristinn segir ekki á döfinni að ganga úr Framsóknarflokknum Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki á döfinni að segja sig úr Framsóknarflokknum. Þetta sagði Kristinn í þættinum Silfur Egils á Stöð 2. Kristinn lenti í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í fyrradag. Flokkurinn hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu. Innlent 19.11.2006 12:57
Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir. Innlent 18.11.2006 16:09
Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið. Innlent 18.11.2006 12:36
VG krefst frestunar allra framkvæmda í stóriðju Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin lýsi því tafarlaust yfir að öllum frekari stóriðjuframkvæmdum verði frestað. Í ályktun þingflokksins að nú fari fram kapphlaup um byggingu orkuvera fyrir erlendar álbræðslur. Fyrirheit um lágt raforkuverð og ókeypis mengunarkvóta hvetji stórfyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Íslands og loka verksmiðjum í löndum sem gera meiri kröfur um mengunarvarnir og selja orkuna á hærra verði. Innlent 17.11.2006 16:12
Dómsmálaráðherra neitaði að svara fyrirspurn á Alþingi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag þegar hann neitaði að svara fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Kristinn vildi vita hversu oft símar Alþingismanna hafi verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda, hvenær það hafi gerst, hverjir hafi verið hleraðir og hver ástæðan var fyrir hleruninni. Innlent 15.11.2006 15:17
Stjórnvöld verða að taka á málefnum innflytjenda segja Vinstri grænir og Samfylkingin Farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum hefst ekki án atbeina stjórnvalda en þetta kemur fram í framkvæmdaáætlun um málefni innflytenda sem borgarstjórnarflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar kynntu í dag. Innlent 14.11.2006 20:02
Rætt um stóriðju á Suðurlandi Iðnaðarráðherra var sakaður um tvískinnung á Alþingi í dag þegar hann segði enga stóriðjustefnu hér á landi heldur væri það á valdi sveitarfélaganna sjálfra að taka ákvörðun um orkufrekan iðnað. álversáform í Þorlákshöfn voru gagnrýnd í utandagskrárumræðu, sem Álfheiður Ingadóttir, VG. hóf. Innlent 14.11.2006 14:31
Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins. Innlent 13.11.2006 15:26
Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. Innlent 13.11.2006 14:36
Hátt í hundrað atkvæði gleymdust í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi Kjörstjórn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur uppgötvað að 87 atkvæði úr einum kjörkassa voru ekki talin í prófkjöri flokksins sem fram fór fyrir rúmri viku. Hún hefur yfirfarið þessi atkvæði og breyta þau í engu röð frambjóðenda á listanum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórninni. Kjörstjórn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Innlent 12.11.2006 19:46
Vill íslensk heiti á erlendum kvikmyndir Menntamálaráðuneytið vill sporna við þeirri þróun að heiti erlendra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu einungis á ensku og vill íslenska heitin. Innlent 12.11.2006 19:29
Kallar eftir strangari reglum um merkingar á framkvæmdum Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt. Innlent 12.11.2006 18:56