Körfubolti Flugeldasýning hjá Ljónunum Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. Sport 13.10.2005 15:09 Lítið um fögnuð í fyrsta leik Körfuboltalið Grindavíkur hafði yfir nógu að gleðjast á föstudagskvöldið eftir atburði dagsins en mátti þess í stað þola eitt versta heimatap sitt í sögu úrvalsdeildarinnar þegar ÍR-ingar komu í heimsókn og unnu þá með 37 stigum, 66-103. Sport 13.10.2005 15:09 Stórleikir í handboltanum í dag Þrír leikir eru á dagskrá í Norður-riðli DHL deildarinnar í handbolta karla í dag og eru línur að skýrast með hvaða lið tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Fram sem er í mikilli baráttu við Þór um fjórða sætið fer í heimsókn til HK sem er í 3. sæti, 3 stigum á undan Fram þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir. Topplið Hauka fær Þór Ak í heimsókn. Sport 13.10.2005 15:09 Keflavík mætir Fribourg Keflavík sótti portúgalska liðið Madeira heim í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í fyrrakvöld. Leikurinn var jafn þangað til í lokaleikhlutanum þar sem Madeira sigldi fram úr og vann með tíu stigum, 92-82. Keflvíkingar réðu lítið við bakverði heimamanna að þessu sinni. Sport 13.10.2005 15:09 37 stiga sigur ÍR í Grindavík ÍR tók Grindvíkinga í kennslustund á þeirra eigin heimavelli í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld með 37 stiga sigri, 66-103. ÍR náði þar með að tylla sér upp fyrir Grindvíkinga í deildinni í 6. sæti en liðin er jöfn að stigum með 10 stig. Í 1. deild vann Þór Þorlákshöfn 16 stiga sigur á Ármanni/Þrótti, 87-71. Sport 13.10.2005 15:09 Þrettán stig á 35 sekúndum Áhorfendum á leik Houston Rockets og San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt þótti ekki mikið til McGradys koma þegar rúm mínúta var til leiksloka. Þá höfðu gestirnir í Spurs 10 stiga forystu, 74--64, og lítið sem ekkert sem benti til að það myndi breytast fyrir leikslok. Sport 13.10.2005 15:09 Karfan og handboltinn í kvöld í kvöld eru á dagskrá 3 leikir í DHL deild karla í handbolta og tveir leikir í Intersport deild karla í körfubolta. Í handboltanum mætast ÍR og Grótta/KR í Austurbergi, Selfoss-Víkingur fyrir austan fjall og ÍBV-Valur í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni mætast Grindavík-ÍR annars vegar og Þór-Ármann/Þróttur í Þorlákshöfn. Sport 13.10.2005 15:09 Enn vinna Fjölnismenn Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir og Snæfell söxuðu á forskot toppliðs Njarðvíkur niður í 2 stig með sigri í leikjum sínum í kvöld. Fjölnir lagði Tindastól naumlega, 106-104 og Snæfell vann einnig nauman sigur á KR, 98-96. Sport 13.10.2005 15:09 Madeira-Keflavík í kvöld Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfubolta karla leik í kvöld lokaleikinn í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa gegn Madeira og er leikið í Portúgal. Með sigri, eða minna en 13 stiga tapi, tryggir Keflavík sér annað sætið í riðlinum. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins sem hófst kl 20.30, á <a title="Madeira_Keflavik" href="http://www.fibaeurope.com/Default.asp?season=&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&roundID=4196&" target="_blank">heimasíðu fibaeurope</a>. Þar smellirðu á hnapp sem á stendur rauðum stöfum LIVE, hægra megin á síðunni. Sport 13.10.2005 15:09 Loks sigur hjá liði Keith Vassell Íslandsvinurinn Keith Vassel og félagar hans í sænska körfuknattleiksliðinu Jamtland Basket sigruðu Norrköping Dolphins í tvíframlengdum leik, 117-109, í fyrrakvöld. Sport 13.10.2005 15:09 Páll Axel í þriggja leikja bann Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, var dæmdur í þriggja leikja bann í öllum flokkum af aganefnd KKÍ. Sport 13.10.2005 15:09 Keflavík áfram í Evrópukeppninni Keflavík tapaði með 10 stiga mun, 92-82, fyrir portúgalska liðinu Madeira í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þar sem Keflavík tapaði ekki með meira en 13 stiga mun tryggði liðið sér 2. sætið í riðlinum og þar með áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar mæta næst Mlekara frá Tékklandi. Sport 13.10.2005 15:09 Fimm af sex liðum komin með kana Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum. Sport 13.10.2005 15:09 Chicago vann loks leik Chicago Bulls unnu loks leik í NBA-körfuboltanum í gær. Þetta gamla stórveldi lagði Cleveland 113-85. Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Phoenix Suns 113-110 þrátt fyrir 20 stig frá Kobe Bryant, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Sport 13.10.2005 15:08 Keflavík sigraði Grindavík Keflavík sigraði Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta með tuttugu stiga mun, 90-70. Keflavík er með fullt hús stiga eftir níu leiki, eða 18 stig, en Grindavík er í þriðja sæti með 12 stig. Sport 13.10.2005 15:08 13 stig í forgjöf hjá Keflvíkingum Keflavík sækir portúgalska liðið CAB Madeira heim í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Sport 13.10.2005 15:08 10 menn kærðir fyrir NBA-slagsmál Fimm leikmenn Indiana Pacers og fimm áhangendur Detroit Pistons verða sóttir til saka fyrir slagsmál á leik liðanna tveggja sem fram fór 19. nóvember síðastliðinn. Sport 13.10.2005 15:08 Malone búinn að útiloka Lakers Karl Malone varð æfur yfir ummælum sem Kobe Bryant lét falla í útvarpsviðtali á dögunum. Sport 13.10.2005 15:08 Redknapp til Southampton? Harry Redknapp hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðu Southampton eftir að hafa hætt hjá Portsmouth fyrir tveimur vikum síðan. Sport 13.10.2005 15:08 Keflavík tapaði gegn Bakken Bears Keflavík tapaði með fjórtán stiga mun, 104-90, gegn danska liðinu Bakken Bears í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í dag. Magnús Gunnarson var stigahæstur Keflvíkinga í með 27 stig en Anthony Glover kom næstur með 26. Sport 13.10.2005 15:08 Kidd með góðan leik Jason Kidd lék fyrsta leik sinn á tímabilinu með New Jersey Nets eftir meiðsli og átti stóran þátt í sigri liðsins gegn Toronto Raptors 88-86. Richard Jefferson skoraði sigurkörfuna sjö sekúndum fyrir leikslok eftir sendingu Kidds. Kidd skoraði 10 stig, tók sex fráköst og átti þrjár stoðsendingar en hann lék í 21 mínútu. Sport 13.10.2005 15:07 Fyrrum leikmaður Rockets sýknaður Calvin Murphy, fyrrum leikmaður Houston Rockets í NBA-körfuboltanum, var sýknaður af ákæru fimm dætra sinna um að hafa misnotað þær kynferðislega. Sport 13.10.2005 15:08 ÍS lagði Njarðvík ÍS lagði Njarðvík að velli 56-52 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 18 stig fyrir Stúdínur en Jamie Woudstra 25 fyrir Njarðvík. ÍS er í öðru til þriðja sæti ásamt Grindavík með tólf stig, Njarðvík er í næstneðsta sæti með fjögur stig. Sport 13.10.2005 15:07 Jason Kidd með á ný Jason Kidd lék sinn fyrsta leik með New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld, þegar liðið mætti Toronto Raptors, en Kidd missti af fyrstu 18 leikjum tímabilsins vegna hnémeiðsla. Sport 13.10.2005 15:07 Naumur sigur Stúdína í 1. deild Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem ÍS sigraði Njarðvík í sveiflukenndum leik, 56-52. Eftir að hafa verið 40:21 undir í hálfleik náðu Njarðvíkurstúlkur að komast yfir, 46:48 eftir þriðja leikhluta en Stúdínur sneru dæminu við og náðu að sigla yfir í lokin og tylltu sér það með í 2. sæti deildarinnar. Sport 13.10.2005 15:07 Ætlum að vinna riðilinn Keflvíkingar mæta Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í Árósum í kvöld. Sport 13.10.2005 15:07 Nike-auglýsing bönnuð í Kína Stjórnvöld í Kína hafa bannað sýningar á Nike-auglýsingu þar sem sjá má Lebron James, leikmann Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum, í slagsmálum við teiknaðan kung-fu bardagalistamann. Sport 13.10.2005 15:07 Phoenix Suns á góðu skriði Phoenix Suns er á mikilli siglingu í NBA-körfuboltanum um þessar mundir. Sport 13.10.2005 15:07 O Neal byrjaður að mæta á æfingar Jermaine O Neal, leikmaður Indiana Pacers í NBA körfuboltanum sneri aftur til æfinga í dag í fyrsta sinn síðan hann var úrskurðaður í 25 leikja bann í lok nóvember. O Neal er einn þriggja leikmanna Pacers sem settir voru í löng leikbönn vegna þátttöku sinnar í hópslagsmálunum margfrægu við áhorfendur í Detroit 19. nóvember sl. Hann tjáði sig ekki við fjölmiðla. Sport 13.10.2005 15:07 Úrslitin í NBA í gær Þrettán leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Dirk Nowitsky skoraði 30 stig þegar Dallas burstaði Utah 109-86. Tim Duncan skoraði 20 stig í stórsigri San Antonio Spurs á Milwaukee 104-83. Sport 13.10.2005 15:07 « ‹ 214 215 216 217 218 219 … 219 ›
Flugeldasýning hjá Ljónunum Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. Sport 13.10.2005 15:09
Lítið um fögnuð í fyrsta leik Körfuboltalið Grindavíkur hafði yfir nógu að gleðjast á föstudagskvöldið eftir atburði dagsins en mátti þess í stað þola eitt versta heimatap sitt í sögu úrvalsdeildarinnar þegar ÍR-ingar komu í heimsókn og unnu þá með 37 stigum, 66-103. Sport 13.10.2005 15:09
Stórleikir í handboltanum í dag Þrír leikir eru á dagskrá í Norður-riðli DHL deildarinnar í handbolta karla í dag og eru línur að skýrast með hvaða lið tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Fram sem er í mikilli baráttu við Þór um fjórða sætið fer í heimsókn til HK sem er í 3. sæti, 3 stigum á undan Fram þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir. Topplið Hauka fær Þór Ak í heimsókn. Sport 13.10.2005 15:09
Keflavík mætir Fribourg Keflavík sótti portúgalska liðið Madeira heim í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í fyrrakvöld. Leikurinn var jafn þangað til í lokaleikhlutanum þar sem Madeira sigldi fram úr og vann með tíu stigum, 92-82. Keflvíkingar réðu lítið við bakverði heimamanna að þessu sinni. Sport 13.10.2005 15:09
37 stiga sigur ÍR í Grindavík ÍR tók Grindvíkinga í kennslustund á þeirra eigin heimavelli í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld með 37 stiga sigri, 66-103. ÍR náði þar með að tylla sér upp fyrir Grindvíkinga í deildinni í 6. sæti en liðin er jöfn að stigum með 10 stig. Í 1. deild vann Þór Þorlákshöfn 16 stiga sigur á Ármanni/Þrótti, 87-71. Sport 13.10.2005 15:09
Þrettán stig á 35 sekúndum Áhorfendum á leik Houston Rockets og San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt þótti ekki mikið til McGradys koma þegar rúm mínúta var til leiksloka. Þá höfðu gestirnir í Spurs 10 stiga forystu, 74--64, og lítið sem ekkert sem benti til að það myndi breytast fyrir leikslok. Sport 13.10.2005 15:09
Karfan og handboltinn í kvöld í kvöld eru á dagskrá 3 leikir í DHL deild karla í handbolta og tveir leikir í Intersport deild karla í körfubolta. Í handboltanum mætast ÍR og Grótta/KR í Austurbergi, Selfoss-Víkingur fyrir austan fjall og ÍBV-Valur í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni mætast Grindavík-ÍR annars vegar og Þór-Ármann/Þróttur í Þorlákshöfn. Sport 13.10.2005 15:09
Enn vinna Fjölnismenn Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir og Snæfell söxuðu á forskot toppliðs Njarðvíkur niður í 2 stig með sigri í leikjum sínum í kvöld. Fjölnir lagði Tindastól naumlega, 106-104 og Snæfell vann einnig nauman sigur á KR, 98-96. Sport 13.10.2005 15:09
Madeira-Keflavík í kvöld Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfubolta karla leik í kvöld lokaleikinn í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa gegn Madeira og er leikið í Portúgal. Með sigri, eða minna en 13 stiga tapi, tryggir Keflavík sér annað sætið í riðlinum. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins sem hófst kl 20.30, á <a title="Madeira_Keflavik" href="http://www.fibaeurope.com/Default.asp?season=&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&roundID=4196&" target="_blank">heimasíðu fibaeurope</a>. Þar smellirðu á hnapp sem á stendur rauðum stöfum LIVE, hægra megin á síðunni. Sport 13.10.2005 15:09
Loks sigur hjá liði Keith Vassell Íslandsvinurinn Keith Vassel og félagar hans í sænska körfuknattleiksliðinu Jamtland Basket sigruðu Norrköping Dolphins í tvíframlengdum leik, 117-109, í fyrrakvöld. Sport 13.10.2005 15:09
Páll Axel í þriggja leikja bann Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, var dæmdur í þriggja leikja bann í öllum flokkum af aganefnd KKÍ. Sport 13.10.2005 15:09
Keflavík áfram í Evrópukeppninni Keflavík tapaði með 10 stiga mun, 92-82, fyrir portúgalska liðinu Madeira í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þar sem Keflavík tapaði ekki með meira en 13 stiga mun tryggði liðið sér 2. sætið í riðlinum og þar með áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar mæta næst Mlekara frá Tékklandi. Sport 13.10.2005 15:09
Fimm af sex liðum komin með kana Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum. Sport 13.10.2005 15:09
Chicago vann loks leik Chicago Bulls unnu loks leik í NBA-körfuboltanum í gær. Þetta gamla stórveldi lagði Cleveland 113-85. Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Phoenix Suns 113-110 þrátt fyrir 20 stig frá Kobe Bryant, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Sport 13.10.2005 15:08
Keflavík sigraði Grindavík Keflavík sigraði Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta með tuttugu stiga mun, 90-70. Keflavík er með fullt hús stiga eftir níu leiki, eða 18 stig, en Grindavík er í þriðja sæti með 12 stig. Sport 13.10.2005 15:08
13 stig í forgjöf hjá Keflvíkingum Keflavík sækir portúgalska liðið CAB Madeira heim í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Sport 13.10.2005 15:08
10 menn kærðir fyrir NBA-slagsmál Fimm leikmenn Indiana Pacers og fimm áhangendur Detroit Pistons verða sóttir til saka fyrir slagsmál á leik liðanna tveggja sem fram fór 19. nóvember síðastliðinn. Sport 13.10.2005 15:08
Malone búinn að útiloka Lakers Karl Malone varð æfur yfir ummælum sem Kobe Bryant lét falla í útvarpsviðtali á dögunum. Sport 13.10.2005 15:08
Redknapp til Southampton? Harry Redknapp hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðu Southampton eftir að hafa hætt hjá Portsmouth fyrir tveimur vikum síðan. Sport 13.10.2005 15:08
Keflavík tapaði gegn Bakken Bears Keflavík tapaði með fjórtán stiga mun, 104-90, gegn danska liðinu Bakken Bears í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í dag. Magnús Gunnarson var stigahæstur Keflvíkinga í með 27 stig en Anthony Glover kom næstur með 26. Sport 13.10.2005 15:08
Kidd með góðan leik Jason Kidd lék fyrsta leik sinn á tímabilinu með New Jersey Nets eftir meiðsli og átti stóran þátt í sigri liðsins gegn Toronto Raptors 88-86. Richard Jefferson skoraði sigurkörfuna sjö sekúndum fyrir leikslok eftir sendingu Kidds. Kidd skoraði 10 stig, tók sex fráköst og átti þrjár stoðsendingar en hann lék í 21 mínútu. Sport 13.10.2005 15:07
Fyrrum leikmaður Rockets sýknaður Calvin Murphy, fyrrum leikmaður Houston Rockets í NBA-körfuboltanum, var sýknaður af ákæru fimm dætra sinna um að hafa misnotað þær kynferðislega. Sport 13.10.2005 15:08
ÍS lagði Njarðvík ÍS lagði Njarðvík að velli 56-52 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 18 stig fyrir Stúdínur en Jamie Woudstra 25 fyrir Njarðvík. ÍS er í öðru til þriðja sæti ásamt Grindavík með tólf stig, Njarðvík er í næstneðsta sæti með fjögur stig. Sport 13.10.2005 15:07
Jason Kidd með á ný Jason Kidd lék sinn fyrsta leik með New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld, þegar liðið mætti Toronto Raptors, en Kidd missti af fyrstu 18 leikjum tímabilsins vegna hnémeiðsla. Sport 13.10.2005 15:07
Naumur sigur Stúdína í 1. deild Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem ÍS sigraði Njarðvík í sveiflukenndum leik, 56-52. Eftir að hafa verið 40:21 undir í hálfleik náðu Njarðvíkurstúlkur að komast yfir, 46:48 eftir þriðja leikhluta en Stúdínur sneru dæminu við og náðu að sigla yfir í lokin og tylltu sér það með í 2. sæti deildarinnar. Sport 13.10.2005 15:07
Ætlum að vinna riðilinn Keflvíkingar mæta Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í Árósum í kvöld. Sport 13.10.2005 15:07
Nike-auglýsing bönnuð í Kína Stjórnvöld í Kína hafa bannað sýningar á Nike-auglýsingu þar sem sjá má Lebron James, leikmann Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum, í slagsmálum við teiknaðan kung-fu bardagalistamann. Sport 13.10.2005 15:07
Phoenix Suns á góðu skriði Phoenix Suns er á mikilli siglingu í NBA-körfuboltanum um þessar mundir. Sport 13.10.2005 15:07
O Neal byrjaður að mæta á æfingar Jermaine O Neal, leikmaður Indiana Pacers í NBA körfuboltanum sneri aftur til æfinga í dag í fyrsta sinn síðan hann var úrskurðaður í 25 leikja bann í lok nóvember. O Neal er einn þriggja leikmanna Pacers sem settir voru í löng leikbönn vegna þátttöku sinnar í hópslagsmálunum margfrægu við áhorfendur í Detroit 19. nóvember sl. Hann tjáði sig ekki við fjölmiðla. Sport 13.10.2005 15:07
Úrslitin í NBA í gær Þrettán leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Dirk Nowitsky skoraði 30 stig þegar Dallas burstaði Utah 109-86. Tim Duncan skoraði 20 stig í stórsigri San Antonio Spurs á Milwaukee 104-83. Sport 13.10.2005 15:07