Körfubolti

Fréttamynd

Áttundi sigurleikur Miami í röð

Sex leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Miami Heat sigraði New Jersey Nets með 90 stigum gegn 65 en þetta var áttundi sigurleikur Miami í röð. Shaquille O'Neal skoraði 15 stig fyrir Miami og hirti 11 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Snæfell tryggði sér oddaleik

Snæfell frá Stykkishólmi tryggði sér í dag oddaleik í einvígi sínu gegn KR í 8-liða úrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik karla er þeir sigruðu KR, í Vesturbænum, nokkuð auðveldlega með 25 stiga mun, 82-57.

Sport
Fréttamynd

Grinavík tryggði sér oddaleik

Grindavík tryggði sér í dag oddaleik gegn Keflavík í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfuknattleik karla er þeir sigruðu Keflvíkinga með ellefu stiga mun, 87-76.

Sport
Fréttamynd

Grindvíkingar jöfnuðu

Grindvíkingar mættu harðákveðnir til leiks á heimavelli sínum í gær og náðu að leggja granna sína úr Keflavík og jafna metin í viðureign liðanna í 1-1 og knýja fram oddaleik í Keflavík á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

ÍR vann óvænt í Njarðvík

ÍR-ingar komu geysilega á óvart í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvíkinga á útivelli, 101–106, en þetta var fyrsta rimma félaganna í úrslita-keppninni. Í hinum leik gærkvöldsins fagnaði Fjölnir sigri á Skallagrími. Úrslit og stigaskor kvöldsins:

Sport
Fréttamynd

Fjölnir marði Skallagrím

Fjölnir vann Skallagrím í Grafavogi í kvöld með tveggja stiga mun, 76-74, í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld, en Fjölnir leiddi einnig í hálfleik, 42-38. Annar leikur liðana verður í Borgarnesi á sunnudag, en tvo sigra þarf til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

ÍR sigur í Njarðvík

ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Njarðvík, í ljónagryfjunni í Njarðvík, með fimm stiga mun, 106-101 í fyrsta leik liðana í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Ísandsmótsins í körfuknattleik. ÍR-ingar eru því með pálmann í höndunum fyrir annan leikinn sem fer fram á sunnudaginn í Seljaskóla.

Sport
Fréttamynd

Keflavík kærir Terrel Taylor

Stjórn Keflavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hafa lagt fram formlega kæru til Körfuknattleikssambands Íslands vegna framkomu Terrel Taylor, leikmanns Grindavíkur, í viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í gær.

Sport
Fréttamynd

Nær ÍR að vinna Njarðvík?

Úrslitakeppnin í Intersportdeildinni heldur áfram í kvöld þegar Fjölnir tekur á móti Skallagrími og ÍR-ingar sækja Njarðvík heim.

Sport
Fréttamynd

Óvænt úrslit í Stykkishólmi

Óvænt úrslit urðu í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í gær þegar KR sigraði Snæfell í Stykkishólmi með 91 stigi gegn 89 í fyrstu rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum. Sæfell varð í 2. sæti deildarkeppninnar en KR í því sjöunda.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin í NBA í nótt

Tveir leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat tóku á móti Minnesota Timberwolves og Los Angeles Lakers sótti Dallas Mavericks heim.

Sport
Fréttamynd

Fimmti tapleikur Snæfells í röð?

KR-ingar geta slegið út Snæfell í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Intersportdeildar karla en leikurinn fer fram klukkan 16.00 í DHL-höllinni í dag.

Sport
Fréttamynd

Keflavíkurkonur burstuðu KR

Íslandsmeistarar Keflavíkur burstuðu KR-konur 106-57 í síðustu umferðinni í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík en Hanna Kjartansdóttir var stigahæst í KR-liðinu með 13 stig. Grindavík tryggði sér annað sætið í deildinni með sigri á ÍS, 58-54.

Sport
Fréttamynd

Jeff Jordan næsta stórstjarna?

Í treyju númer 32 í körfuboltaliðinu Ramblers, sem er frá Loyola Academy gagnfræðaskólanum í Chicago í Bandaríkjunum, leynist ungur strákur að nafni Jeff Jordan.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur hjá KR

KR-ingar unnu í kvöld óvæntan og dramatískan sigur á Snæfelli í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik, 89-91.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin í NBA í nótt

Sex leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Það var sannkallaður toppslagur í America West Arena í Phoenix þar sem Suns tók á móti San Antonio Spurs.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar tóku í kvöld forystu í einvígi sínu gegn grönnunum í Grindavík í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði í leiknum og unnu stóran sigur, 101-80, eftir að hafa leitt með 10 stigum í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Herbert kátur með sigur KR

Herbert Arnarson þjálfari KR-inga í körfuknattleik karla var yfir sig ánægður með sigur sinna manna á Snæfelli í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í gærkvöldi. 

Sport
Fréttamynd

Íslendingarnir skipta sköpum

Fjölnir og Skallagrímur unnu sér sæti í Intersportdeildinni í haust en liðin tvö hafa átt góðu gengi að fagna í vetur.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa betur í hálfleik gegn grönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Keflvíkingar, sem leika á heimavelli, leiða með 10 stigum, 53-43, en hafa verið yfir nær allan hálfleikinn og náðu mest 16 stiga forystu, 40-24, eftir frábæra byrjun í öðrum leikhluta.

Sport
Fréttamynd

76ers í vandræðum

Lið Philadelphia 76ers í NBA deildinni er í vandræðum þessa dagana og tapaði illa fyrir lágt skrifuðum Golden State Warriors í nótt.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt.

Sport
Fréttamynd

Pétur spáir í spilin í körfunni

Úrslitakeppni Intersportdeildarinnar hefst í kvöld með tveimur leikjum. KR-ingar gera sér ferð í Stykkishólm og leika gegn Snæfelli en í Sláturhúsinu í Keflavík taka deildarmeistarar Keflavíkur á móti Grindvíkingum.

Sport
Fréttamynd

Jamison missti úr leik

Antawn Jamison, framherji Washington Wisards í NBA missti í nótt úr leik í fyrsta skipti í nær fimm ár.

Sport
Fréttamynd

Jakob í úrvalsliði í USA

Jakob Sigurðarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var valinn í úrvalslið úrslitakeppninnar í Big South deildarinnar í bandaríska háskólakörfuboltans um helgina

Sport
Fréttamynd

Doug Wrenn til Njarðvíkur

Lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni er nú orðið fullmannað að en Njarðvíkingar gerðu samning Doug Wrenn, fyrrum leikmann Washington-háskólans í PAC 10 deildinni, og mun hann verða liðinu í til fulltingis í úrslitakeppninni sem hefst á fimmtudaginn.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin í NBA í nótt

Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 90-85 Stigahæstir hjá Bulls: Kirk Hinrich 17 (6 fráköst, 8 stoðsendingar), Eddy Curry 16 (7 fráköst), Chris Duhon 13 (10 stoðsendingar). Stigahæstir hjá Bucks: Michael Redd 26 (5 stoðsendingar), Desmond Mason 13, Erick Strickland 13.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar komnir með nýja Kana

Njarðvíkingar hafa bætt við sig tveimur Bandaríkjamönnum fyrir úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þeir Doug Wrenn og Alwin Snow koma í stað þeirra Antony Lacky og Matt Sayman en samningi þeirra var sagt upp í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

Sjötti sigurinn í röð hjá Heat

Miami Heat vann sinn sjötta leik í röð er það tók á móti Allen Iverson og félögum í Philadelphia 76ers í NBA-körfuboltanum í nótt.

Sport