Körfubolti Sex æfingaleikir í NBA í nótt Sex æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar á meðal var leikur LA Lakers og Denver Nuggets, sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Leikurinn var hin besta skemmtun, en það voru gestirnir frá Denver sem voru sterkari og sigruðu 105-94. Þá háðu Allen Iverson og LeBron James mikið einvígi í nótt. Sport 23.10.2005 17:51 Bað um að dómur sinn yrði þyngdur Menn ganga misjafnlega langt til að hylla íþróttastjörnur sem þeir hafa í uppáhaldi. Sennilega hafa fáir gengið jafn langt og Eric James Torpy sem var fundinn sekur um morð. Sport 23.10.2005 17:51 Auðvelt hjá Njarðvík og Fjölni Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur á Hetti í Hópbílabikarnum í körfubolta á Egilsstöðum í gærkvöldi 107-77 og Fjölnir gerði góða ferð á Ísafjörð og lagði KFÍ 90-61. Sport 23.10.2005 17:51 Tap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka spilaði sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld og máttu þola slæmt tap á heimavelli fyrir Caja Canarias, 97-58. Kesha Tardy skoraði 20 stig fyrir Haukaliðið og Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig og átti 9 stoðsendingar. Sport 23.10.2005 17:51 Jordan viðurkennir mistök Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan viðurkennir í viðtali við þáttinn "60 Minutes" á CBS sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, að hann hafi gengið of langt í fjárhættuspilum á tíunda áratugnum, en segir að hann hafi náð að hætta að spila þegar honum þótti hann fara yfir strikið. Sport 23.10.2005 17:50 Hópbílabikarinn í kvöld Þremur leikjum er lokið í Hópbílabikarnu í körfubolta í kvöld. ÍRingar lögðu Tindastól 90-80 á Sauðárkróki, KR vann Hamar/Selfoss á útivelli 92-72 og Þór á Akureyri lagði Skallagrím 95-91. Úrslit úr leik Stjörnunnar og Keflavíkur verða tilkynnt fljótlega. Sport 23.10.2005 17:51 Fyrsta Evrópuleikur kvennaliðs Haukar leika í kvöld fyrsta leik íslensks kvennaliðs í Evrópukeppni í körfubolta en bikarmeistararnir taka á móti spænska liðinu Caja Canarias. Þetta verður fyrsti leikur Hauka af sex í riðlinum en auk þess leika Haukar gegn ítölsku og frönsku liði. Sport 23.10.2005 17:51 Hópbílabikarinn í kvöld Tveir leikir verða á dagskrá í Hópbílabikarnum í körfubolta í kvöld, en þeir eru báðir í karlaflokki. Valur og Snæfell mætast klukkan 19:00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans, en klukkan 21 hefst leikur Hauka og Grindavíkur að Ásvöllum. Fyrri leikir í 16-liða úrslitunum klárast annað kvöld, en síðari leikirnir verða allir á sunnudag. Sport 23.10.2005 17:50 Keflavík kjöldró KR Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir stöllur sínar í KR í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld 130-36. Þá unnu Grindavíkurstúlkur auðveldan 91-48 sigur á Breiðablik. Sport 23.10.2005 17:50 Fimm æfingaleikir í NBA í nótt Átta æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt, þar sem liðin sem mættust í úrslitunum í fyrra, San Antonio Spurs og Detroit Pistons, töpuðu bæði leikjum sínum. Sport 23.10.2005 17:50 Fjórir æfingaleikir í NBA í nótt Fjórir æfingaleikir fóru fram í NBA í nótt, en áskrifendur Sportpakkans á Digital Ísland fengu einmitt að sjá skemmtilegan leik Houston Rockets og Seattle Supersonics í beinni útsendingu. Houston var án þeirra Yao Ming og Tracy McGrady, en það kom ekki að sök, því liðið hafði sigur, 93-85. Sport 23.10.2005 17:50 Divac formlega hættur Serbneski miðherjinn Vlade Divac hjá Los Angeles Lakers tilkynnti í gærkvöldi formlega að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Hann mun þó ekki hætta afskiptum sínum af körfuknattleik, því hann hefur verið ráðinn útsendari Lakers í heimalandi sínu. Sport 23.10.2005 17:50 Larry Brown hellti sér yfir nýliða Larry Brown, nýráðinn þjálfari New York Knicks, las nýliðanum Nate Robinson pistilinn um helgina þegar hann reyndi að kasta boltanum af spjaldinu og troða í leik gegn New Jersey Nets, með sinni fyrstu snertingu í leik með New York Knicks. Sport 23.10.2005 17:50 Allan Houston hættur Skotbakvörðurinn Allan Houston hjá New York Knicks, ákvað í gærkvöldi að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla. Houston er 34 ára gamall og lék í tólf ár í deildinni, lengst af með New York, þar sem hann skrifaði undir samning upp á 100 milljónir dollara árið 2001, en náði aldrei að vinna fyrir broti af þeirri upphæð, stuðningsmönnum liðsins til mikils ama. Sport 23.10.2005 17:50 Baldur kominn aftur í KR Miðherjinn Baldur Ólafsson er kominn aftur í KR og hefur hug á að byrja að leika körfuknattleik á ný eftir eins og hálfs árs fjarveru frá leiknum. Baldur lagði skóna tímabundið á hilluna vegna álagsmeiðsla, en hefur nú snúið aftur til síns gamla liðs. Sport 23.10.2005 17:34 Þrír æfingaleikir í NBA í nótt Þrír æfingaleikir voru á dagskrá í NBA í nótt. Larry Brown tapaði fyrsta leik sínum með New York Knicks í Madison Square Garden, þegar liðið lá fyrir Dallas Mavericks, 104-102. Detroit lagði Minnesota 91-80 og Sacramento sigraði Golden State 114-99. Sport 23.10.2005 17:34 Curry með hjartað á réttum stað Miðherjinn Eddy Curry, sem nýverið gekk í raðir New York Knicks frá Chicago Bulls, skoraði 16 stig í fyrsta æfingaleik sínum með liðinu um helgina, eftir að hafa fengið grænt ljós á að spila þrátt fyrir að hafa tvisvar greinst með óreglulegan hjartslátt á ferlinum. Sport 23.10.2005 15:05 Heil umferð í körfunni í kvöld Heil umferð er á dagskrá Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld og hefjast leikirnir allir kl. 19:15. Stórleikur umferðarinnar er án efa viðureign KR og Njarðvíkur í DHL-höllinni en þessum liðum er spáð góðu gengi í vetur af forsvarsmönnum, þjálfurum og fyrirliðum félaganna. Njarðvík er spáð meistaratitlinum en KR fjórða sæti. Sport 23.10.2005 15:05 Fjögur lið með fullt hús Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og sigruðu þar KRinga 69-59. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 21 stig, en Ashley Champion skoraði 19 stig hjá KR og reyndar flest þeirra snemma leiks. Njarðvíkingar voru skrefinu á undan lengst af, en segja má að Jeb Ivey hafi gert út um leikinn í fjórða leikhluta þegar hann fór mikinn í sókninni. Sport 23.10.2005 15:05 Drungi á æfingum Atlanta Hawks "Ég hef lent í ýmsu á 23 ára ferli sem þjálfari, en ekkert getur búið mann undir svona lagað," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta Hawks, sem í gær stýrði fyrstu æfingu liðsins eftir að miðherjinn Jason Collier lét lífið á heimili sínu um helgina. Sport 23.10.2005 15:05 NBA TV komið á fullt Ný sjónvarpsstöð, NBA TV, er farin í loftið á Digital Ísland. NBA TV er gríðarlega stór sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í NBA körfuboltanum. Á stöðinni eru yfir 250 beinar útsendingar frá NBA á ári auk fjölda NBA-sjónvarpsþátta á hverjum degi. NBA TV er á Digital Ísland og er í sportpakkanum. Ráðgerðar eru 36 beinar útsendingar í nóvember. Sport 23.10.2005 15:04 Leikmaður Atlanta Hawks lést Miðherjinn Jason Collier hjá Atlanta Hawks í NBA deildinni lést í sjúkrabifreið í dag eftir að hafa átt erfitt með andardrátt og hnigið niður á heimili sínu. Hann var 28 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og unga dóttur, en dánarorsök er enn óljós. Sport 23.10.2005 15:04 Sex æfingaleikir í NBA í nótt Æfingatímabilið í NBA deildinni í körfubolta er nú komið á fullan skrið og í nótt voru sex leikir á dagskrá. Golden State burstaði Los Angeles Lakers á Hawaii og meistarar San Antonio töpuðu öðrum leiknum í röð, nú gegn Washington. Sport 23.10.2005 15:04 LeBron James laus af spítala Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers losnaði af sjúkrahúsi í gærkvöldi eftir að hafa gengist undir fjölda rannsókna vegna sársauka sem hann hafði fyrir brjósti. Skelfing greip um sig meðal forráðamanna liðsins þegar tíðindin bárust, en James hefur nú verið að fullu útskrifaður. Sport 23.10.2005 15:04 Keflvíkingar lögðu ÍR Íslandsmeistarar Keflavíkur áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍRinga í Seljaskóla í fyrsta leiknum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. ÍRingar höfðu reyndar forystu eftir fyrsta leikhlutann, 25-23, en eftir það var leikurinn eign Íslandsmeistaranna, sem sigruðu 98-81. Sport 23.10.2005 15:04 Sex æfingaleikir í NBA í nótt Sex æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Andrew Bogut skoraði 9 stig og hirti 9 fráköst í fyrsta leik sínum með Milwaukee Bucks og Allen Iverson skoraði 27 stig í góðum sigri Philadelphia á meisturum San Antonio Spurs. Sport 23.10.2005 15:04 Sjö leikir í körfunni í kvöld Iceland Express deildin, eða úrvalsdeild karla í körfubolta hefst í kvöld þar sem spiluð verður heil umferð, eða sex leikir. Þá verður einn leikur í úrvalsdeild kvenna. Haukar taka á móti Grindavík á Ásvöllum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Sport 23.10.2005 15:04 Tvöfaldur sigur Grindvíkinga Karla og kvennalið Grindavíkur unnu bæði leiki sína gegn Haukum í Iceland Express deildinni í kvöld. Kvennaliðið lagði Hauka að Ásvöllum 82-70, en karlaliðið vann Haukana 103-73. Þá voru nokkrir aðrir leikir á dagskrá í karlaflokki. Sport 23.10.2005 15:04 Keflavíkurstúlkur lögðu ÍS Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörnina með sigri í Iceland Express deildinni í körfuknattleik kvenna í gærkvöld, þegar liðið lagði Stúdínur með 77 stigum gegn 61. Reshea Bristol var stigahæst í liði Keflavíkur með 16 stig og Signý Hermannsdóttir skoraði sömuleiðis 16 fyrir ÍS.> Sport 23.10.2005 18:59 Blikastúlkur burstuðu KR Nýliðar Breiðabliks unnu auðveldan sigur á KRingum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi, 89-58, en leikið var í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Staðan í hálfleik var jöfn 31-31, en Blikastúlkur unnu síðari hálfleikinn 58-27.> Sport 23.10.2005 18:59 « ‹ 189 190 191 192 193 194 195 196 197 … 219 ›
Sex æfingaleikir í NBA í nótt Sex æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar á meðal var leikur LA Lakers og Denver Nuggets, sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Leikurinn var hin besta skemmtun, en það voru gestirnir frá Denver sem voru sterkari og sigruðu 105-94. Þá háðu Allen Iverson og LeBron James mikið einvígi í nótt. Sport 23.10.2005 17:51
Bað um að dómur sinn yrði þyngdur Menn ganga misjafnlega langt til að hylla íþróttastjörnur sem þeir hafa í uppáhaldi. Sennilega hafa fáir gengið jafn langt og Eric James Torpy sem var fundinn sekur um morð. Sport 23.10.2005 17:51
Auðvelt hjá Njarðvík og Fjölni Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur á Hetti í Hópbílabikarnum í körfubolta á Egilsstöðum í gærkvöldi 107-77 og Fjölnir gerði góða ferð á Ísafjörð og lagði KFÍ 90-61. Sport 23.10.2005 17:51
Tap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka spilaði sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld og máttu þola slæmt tap á heimavelli fyrir Caja Canarias, 97-58. Kesha Tardy skoraði 20 stig fyrir Haukaliðið og Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig og átti 9 stoðsendingar. Sport 23.10.2005 17:51
Jordan viðurkennir mistök Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan viðurkennir í viðtali við þáttinn "60 Minutes" á CBS sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, að hann hafi gengið of langt í fjárhættuspilum á tíunda áratugnum, en segir að hann hafi náð að hætta að spila þegar honum þótti hann fara yfir strikið. Sport 23.10.2005 17:50
Hópbílabikarinn í kvöld Þremur leikjum er lokið í Hópbílabikarnu í körfubolta í kvöld. ÍRingar lögðu Tindastól 90-80 á Sauðárkróki, KR vann Hamar/Selfoss á útivelli 92-72 og Þór á Akureyri lagði Skallagrím 95-91. Úrslit úr leik Stjörnunnar og Keflavíkur verða tilkynnt fljótlega. Sport 23.10.2005 17:51
Fyrsta Evrópuleikur kvennaliðs Haukar leika í kvöld fyrsta leik íslensks kvennaliðs í Evrópukeppni í körfubolta en bikarmeistararnir taka á móti spænska liðinu Caja Canarias. Þetta verður fyrsti leikur Hauka af sex í riðlinum en auk þess leika Haukar gegn ítölsku og frönsku liði. Sport 23.10.2005 17:51
Hópbílabikarinn í kvöld Tveir leikir verða á dagskrá í Hópbílabikarnum í körfubolta í kvöld, en þeir eru báðir í karlaflokki. Valur og Snæfell mætast klukkan 19:00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans, en klukkan 21 hefst leikur Hauka og Grindavíkur að Ásvöllum. Fyrri leikir í 16-liða úrslitunum klárast annað kvöld, en síðari leikirnir verða allir á sunnudag. Sport 23.10.2005 17:50
Keflavík kjöldró KR Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir stöllur sínar í KR í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld 130-36. Þá unnu Grindavíkurstúlkur auðveldan 91-48 sigur á Breiðablik. Sport 23.10.2005 17:50
Fimm æfingaleikir í NBA í nótt Átta æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt, þar sem liðin sem mættust í úrslitunum í fyrra, San Antonio Spurs og Detroit Pistons, töpuðu bæði leikjum sínum. Sport 23.10.2005 17:50
Fjórir æfingaleikir í NBA í nótt Fjórir æfingaleikir fóru fram í NBA í nótt, en áskrifendur Sportpakkans á Digital Ísland fengu einmitt að sjá skemmtilegan leik Houston Rockets og Seattle Supersonics í beinni útsendingu. Houston var án þeirra Yao Ming og Tracy McGrady, en það kom ekki að sök, því liðið hafði sigur, 93-85. Sport 23.10.2005 17:50
Divac formlega hættur Serbneski miðherjinn Vlade Divac hjá Los Angeles Lakers tilkynnti í gærkvöldi formlega að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Hann mun þó ekki hætta afskiptum sínum af körfuknattleik, því hann hefur verið ráðinn útsendari Lakers í heimalandi sínu. Sport 23.10.2005 17:50
Larry Brown hellti sér yfir nýliða Larry Brown, nýráðinn þjálfari New York Knicks, las nýliðanum Nate Robinson pistilinn um helgina þegar hann reyndi að kasta boltanum af spjaldinu og troða í leik gegn New Jersey Nets, með sinni fyrstu snertingu í leik með New York Knicks. Sport 23.10.2005 17:50
Allan Houston hættur Skotbakvörðurinn Allan Houston hjá New York Knicks, ákvað í gærkvöldi að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla. Houston er 34 ára gamall og lék í tólf ár í deildinni, lengst af með New York, þar sem hann skrifaði undir samning upp á 100 milljónir dollara árið 2001, en náði aldrei að vinna fyrir broti af þeirri upphæð, stuðningsmönnum liðsins til mikils ama. Sport 23.10.2005 17:50
Baldur kominn aftur í KR Miðherjinn Baldur Ólafsson er kominn aftur í KR og hefur hug á að byrja að leika körfuknattleik á ný eftir eins og hálfs árs fjarveru frá leiknum. Baldur lagði skóna tímabundið á hilluna vegna álagsmeiðsla, en hefur nú snúið aftur til síns gamla liðs. Sport 23.10.2005 17:34
Þrír æfingaleikir í NBA í nótt Þrír æfingaleikir voru á dagskrá í NBA í nótt. Larry Brown tapaði fyrsta leik sínum með New York Knicks í Madison Square Garden, þegar liðið lá fyrir Dallas Mavericks, 104-102. Detroit lagði Minnesota 91-80 og Sacramento sigraði Golden State 114-99. Sport 23.10.2005 17:34
Curry með hjartað á réttum stað Miðherjinn Eddy Curry, sem nýverið gekk í raðir New York Knicks frá Chicago Bulls, skoraði 16 stig í fyrsta æfingaleik sínum með liðinu um helgina, eftir að hafa fengið grænt ljós á að spila þrátt fyrir að hafa tvisvar greinst með óreglulegan hjartslátt á ferlinum. Sport 23.10.2005 15:05
Heil umferð í körfunni í kvöld Heil umferð er á dagskrá Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld og hefjast leikirnir allir kl. 19:15. Stórleikur umferðarinnar er án efa viðureign KR og Njarðvíkur í DHL-höllinni en þessum liðum er spáð góðu gengi í vetur af forsvarsmönnum, þjálfurum og fyrirliðum félaganna. Njarðvík er spáð meistaratitlinum en KR fjórða sæti. Sport 23.10.2005 15:05
Fjögur lið með fullt hús Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og sigruðu þar KRinga 69-59. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 21 stig, en Ashley Champion skoraði 19 stig hjá KR og reyndar flest þeirra snemma leiks. Njarðvíkingar voru skrefinu á undan lengst af, en segja má að Jeb Ivey hafi gert út um leikinn í fjórða leikhluta þegar hann fór mikinn í sókninni. Sport 23.10.2005 15:05
Drungi á æfingum Atlanta Hawks "Ég hef lent í ýmsu á 23 ára ferli sem þjálfari, en ekkert getur búið mann undir svona lagað," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta Hawks, sem í gær stýrði fyrstu æfingu liðsins eftir að miðherjinn Jason Collier lét lífið á heimili sínu um helgina. Sport 23.10.2005 15:05
NBA TV komið á fullt Ný sjónvarpsstöð, NBA TV, er farin í loftið á Digital Ísland. NBA TV er gríðarlega stór sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í NBA körfuboltanum. Á stöðinni eru yfir 250 beinar útsendingar frá NBA á ári auk fjölda NBA-sjónvarpsþátta á hverjum degi. NBA TV er á Digital Ísland og er í sportpakkanum. Ráðgerðar eru 36 beinar útsendingar í nóvember. Sport 23.10.2005 15:04
Leikmaður Atlanta Hawks lést Miðherjinn Jason Collier hjá Atlanta Hawks í NBA deildinni lést í sjúkrabifreið í dag eftir að hafa átt erfitt með andardrátt og hnigið niður á heimili sínu. Hann var 28 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og unga dóttur, en dánarorsök er enn óljós. Sport 23.10.2005 15:04
Sex æfingaleikir í NBA í nótt Æfingatímabilið í NBA deildinni í körfubolta er nú komið á fullan skrið og í nótt voru sex leikir á dagskrá. Golden State burstaði Los Angeles Lakers á Hawaii og meistarar San Antonio töpuðu öðrum leiknum í röð, nú gegn Washington. Sport 23.10.2005 15:04
LeBron James laus af spítala Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers losnaði af sjúkrahúsi í gærkvöldi eftir að hafa gengist undir fjölda rannsókna vegna sársauka sem hann hafði fyrir brjósti. Skelfing greip um sig meðal forráðamanna liðsins þegar tíðindin bárust, en James hefur nú verið að fullu útskrifaður. Sport 23.10.2005 15:04
Keflvíkingar lögðu ÍR Íslandsmeistarar Keflavíkur áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍRinga í Seljaskóla í fyrsta leiknum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. ÍRingar höfðu reyndar forystu eftir fyrsta leikhlutann, 25-23, en eftir það var leikurinn eign Íslandsmeistaranna, sem sigruðu 98-81. Sport 23.10.2005 15:04
Sex æfingaleikir í NBA í nótt Sex æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Andrew Bogut skoraði 9 stig og hirti 9 fráköst í fyrsta leik sínum með Milwaukee Bucks og Allen Iverson skoraði 27 stig í góðum sigri Philadelphia á meisturum San Antonio Spurs. Sport 23.10.2005 15:04
Sjö leikir í körfunni í kvöld Iceland Express deildin, eða úrvalsdeild karla í körfubolta hefst í kvöld þar sem spiluð verður heil umferð, eða sex leikir. Þá verður einn leikur í úrvalsdeild kvenna. Haukar taka á móti Grindavík á Ásvöllum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Sport 23.10.2005 15:04
Tvöfaldur sigur Grindvíkinga Karla og kvennalið Grindavíkur unnu bæði leiki sína gegn Haukum í Iceland Express deildinni í kvöld. Kvennaliðið lagði Hauka að Ásvöllum 82-70, en karlaliðið vann Haukana 103-73. Þá voru nokkrir aðrir leikir á dagskrá í karlaflokki. Sport 23.10.2005 15:04
Keflavíkurstúlkur lögðu ÍS Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörnina með sigri í Iceland Express deildinni í körfuknattleik kvenna í gærkvöld, þegar liðið lagði Stúdínur með 77 stigum gegn 61. Reshea Bristol var stigahæst í liði Keflavíkur með 16 stig og Signý Hermannsdóttir skoraði sömuleiðis 16 fyrir ÍS.> Sport 23.10.2005 18:59
Blikastúlkur burstuðu KR Nýliðar Breiðabliks unnu auðveldan sigur á KRingum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi, 89-58, en leikið var í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Staðan í hálfleik var jöfn 31-31, en Blikastúlkur unnu síðari hálfleikinn 58-27.> Sport 23.10.2005 18:59