Landsmót íslenskra barnakóra
Landsmót íslenskra barnakóra fór fram um helgina þar sem tvö hundruð og fimmtíu börn, alls staðar af landinu, sóttu stífar æfingar í Smáraskóla. Þema mótsins var Eurovision og æfðu börnin allt frá Gleðibankanum til lagsins Power, sem er framlag Íslands í keppninni í ár. Mótinu lauk með glæsilegum tónleikum í Digraneskirkju sem sjálfur forseti Íslands sótti.