Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um alla heimsbyggðina

Kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heimsbyggðina og nú hafa þrjátíu og fjögur tilfelli verið staðfest hér á landi. Á Ítalíu, þar sem ástandið er einna verst í Evrópu hefur verið ákveðið að loka öllum skólum í tíu daga hið minnsta. Í Þýskalandi hefur smitum fjölgað mjög síðasta sólarhringinn eða um 170 tilfelli. Áður höfðu 240 tilfelli verið staðfest í landinu. Þá hefyr Kalíforníuríki hefur lýst yfir neyðarástandi en í gær dó fyrsti Kalíforníubúinn úr sjúkdómnum.

28
01:37

Vinsælt í flokknum Fréttir