Skurðstofunni á Selfossi lokað
Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin þar sem svæfingarlæknirinn er að fara á eftirlaun. Á skurðstofunni hafa verið gerðar um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir á börnum árlega auk annarra aðgerða.