Voru að fikta með flugelda
Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysiströnd í nótt. Hann hafði, ásamt félögum, verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi.