Lífið

Þurfti sálfræðimeðferð eftir hlutverkið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michael B. Jordan gekk í gegnum erfiða tíma þegar hann lék í Black Panther.
Michael B. Jordan gekk í gegnum erfiða tíma þegar hann lék í Black Panther.
Leikarinn Michael B. Jordan sló algerlega í gegn sem illmennið Eric Killmonger í Marvel-snilldinni Black Panther sem kom út á síðasta ári.

Jordan segist hafa þurft að fara í mikla sálfræðimeðferð eftir hlutverkið sem Killmonger en hann setti sig það vel inn í karakterinn að það kostaði sitt.

Þessi 31 árs leikari segist hafa einangrað sig mikið í öllum undirbúningi fyrir hlutverkið.

„Ég fór til sálfræðings og byrjaði að tala við fólk og jafnaði mig hægt og rólega,“ segir Jordan í samtali við People.

„Ég taldi að Erik [Killmonger] hefði verið mikið einn á sínum uppvaxtarárum og því mjög einmanna,“ segir Jordan og bætir við að karakterinn hafi einfaldlega heltekið hann og það hafi verið mjög erfitt að venjast hefðbundnu lífi eftir ferlið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×