Lífið

Stuð á hátíðarforsýningu Tryggðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðalleikarar myndarinnar mættu að sjálfsögðu.
Aðalleikarar myndarinnar mættu að sjálfsögðu.
Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. Myndin er byggð á Tryggðarpanti, skáldsögu Auðar Jónsdóttur, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006 í flokki fagurbókmennta, en kvikmyndin verður frumsýnd almenningi í febrúar 2019.

Sérstök forsýning var á myndinni síðastliðinn föstudag í Háskólabíói. Fjölmargir mættu á sýninguna og var kvikmyndinni vel tekið.

Myndin fjallar um konuna Gísella Dal sem fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd.

Með aðalhlutverk fara Elma Lísa Gunnarsdóttir, sem hefur farið með fjölda hlutverka bæði í kvikmyndum og leikhúsi á Íslandi, Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir sem eru báðar innflytjendur og óreyndar leikkonur, en sýna aðdáunarverða frammistöðu í myndinni.

Claire Kristinsdóttir fer einnig með stórt hlutverk í myndinni en hún er ung kona og er þetta frumraun hennar á hvíta tjaldinu.

Hér að neðan má sjá myndir frá forsýningunni en Tryggð er frumsýnd um allt land 1. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×