Lífið

Beita stundum andlegu ofbeldi án þess að ætla sér það

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin verður sýnd hér á landi á næstunni.
Kvikmyndin verður sýnd hér á landi á næstunni.
„Unglingar sem eru að taka sín fyrstu skref í samböndum beita oft hvort annað ofbeldi án þess kannski að ætla sér það,“ segir Magnús E. Halldórsson einn framleiðandi og leikara myndarinnar Allt sem fer upp sem er á leiðinni í bíó en allir sem koma að myndinni eru í kringum tvítugsaldurinn. Kvikmyndin er í fullri lengd.

„Myndin er í raun um unglingasamband og um andlegt ofbeldi og kvíða. Andlegt ofbeldi getur komið frá báðum kynjum og það er ekki bara frá strákum. Þegar maður er svona reynslulaus þá er maður stundum að beita hinn aðilann andlegu ofbeldi án þess að maður viti af því,“ segir Magnús.

 

Magnús er framleiðandi og leikari í myndinni.
Kristján Jónsson leikstjóri og handritshöfundur fékk þessa hugmynd fyrir um þremur árum síðan. Katrín Björg Hjálmarsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni.

„Karakterinn minn heitir Karen og kemur frá mjög slæmu heimilisástandi. Hún kynnist Magnúsi og þau byrja að þróa með sér samband. Þar koma upp allskyns misskilningur eins og gerist oft í fyrsta sambandi,“ segir Katrín.

„Krakkar á þessum aldri vita bara ekki betur, eru ekki búin að læra að vera í sambandi og um það er myndin. Ég held ekki að svona mynd hafi verið gerð áður og var alveg kominn tími til,“ segir Magnús. Sindri Sindrason fór og hitti framleiðendur, leikara og leikstjóra myndarinnar og hér að neðan má sjá innslagið sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×