Gamaldags stemning og meistaraleg motta Tómas Valgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 09:45 Skemmtilega saga og fjölbreyttur leikarahópur. Enn er nostalgían allsráðandi og sömuleiðis eftirspurnin eftir endurgerðum. Hins vegar, á tímum þar sem sjálfsagt þykir að leita til níunda áratugarins að innblæstri við gerð bíómynda og sjónvarpsþátta, kemur leikstjórinn og leikarinn Kenneth Branagh með sitt framlag með virðulegri túlkun á tímalausri sakamálasögu þar sem sótt er í töluvert eldri tíðaranda en sést orðið í Hollywood. Nú er þetta í fjórða skiptið sem kvikmynd er gerð eftir bókinni Morðið í Austurlandahraðlestinni eftir Agöthu Christie. Í sögunni reynir á gáfur og færni frægustu persónu hennar, belgíska morðgátusénísins Hercule Poirot. Hingað til hefur þekktasta aðlögunin verið sú upprunalega sem Sidney Lumet leikstýrði (hreint prýðilega) frá árinu 1974. Líkt og þá fer einvalalið leikara með helstu hlutverk farþeganna, sem allir liggja undir grun og hver hefur sína sögu að segja, eða leyna. Upprunaleg saga Christie er ágætlega fléttuð og henni fylgja áhugaverðir útúrsnúningar á formúlum sakamálasagna. En þegar margbúið er að afgreiða þessa aðlögun er erfitt að bæta einhverjum frumleika við. Annars sést það strax að þessi útgáfa Branaghs er unnin af miklu öryggi og hann sýnir enn og aftur hvað hann getur verið flinkur og heillandi kvikmyndagerðarmaður, þrælvanur sjónarspili, tímabilsmyndum, sígildum sögum (þar á meðal Shakespeare-verkum og Öskubusku) og góður í að leyfa leikurum sínum að skína. Hjá mörgum er það David Suchet sem kemur fyrstur upp í hugann þegar andlit er tengt við Poirot, þessi úr gömlu sjónvarpsþáttaröðinni frá níunda áratugnum, hjá öðrum er það Peter Ustinov eða Albert Finney sem vakti mikla lukku í Lumet-myndinni. En ef einungis stærstu útgáfurnar eru bornar saman má segja að Branagh skáki Finney í burðarhlutverkinu án erfiðis. Þegar kemur að svona þekktum hlutverkum er alltaf hætta á að leikarar hverfi í eftirhermu á forvera, en Branagh gengur ekki í þá gildru enda meiriháttar góður og sömuleiðis hressilega margbrotinn sem Poirot. Karakterinn er kómískur að eðlisfari, með eindæmum sérvitur og óstöðvandi þegar púsl ráðgátunnar raðast ekki saman. Það er sönnun á því hversu frábær Branagh er í hlutverkinu þegar honum tekst að selja dramatísku hliðarnar svona vel þegar ómetanlega mottan hans hangir þarna eins og heil aukapersóna.Vinsældir Johnny Depp hafa farið minnkandi.NORDICPHOTOS/GETTYAfgangur leikarahópsins fær vissulega mismikinn skjátíma en enginn skortur er á útgeislun í þeim hópi. Flestir karakterar eru teiknaðir sterkt upp og lífgaðir við í túlkun fagfólks, svo sem Michelle Pfeiffer, Judi Dench, Willems Dafoe, Dereks Jacobi, Daisy Ridley, Josh Gad og fleiri. Reyndar hefur þol almennings á Johnny Depp rýrnað töluvert á síðustu árum en það er leikaranum í hag hérna hvað persóna hans er rotin og fráhrindandi. Branagh gætir þess bæði fyrir framan og aftan tökuvélina að taka efniviðinn alvarlega þegar þörf er á, en að leika sér að honum líka, enda annað ómögulegt þegar eins léttgeggjuð fígúra og Poirot er í forgrunni. Branagh finnur samt passlegan milliveg og heldur myndinni hæfilega ýktri án þess að fara yfir strikið. Rennsli framvindunnar er einnig passlega þétt, þó rétt mætti skafa nokkrar mínútur af eftirmálanum. Úrvinnslan ber öll merki um að gríðarleg virðing ríki fyrir upprunalegri sögu Christie. Branagh hefur ekki nútímavætt hana of mikið, sem betur fer, þótt heildarsvipurinn missi nokkra punkta fyrir ósannfærandi tölvubrellur annað slagið. Þetta er eina feilnótan sem slegin er hvað poppandi umgjörðina varðar. Búningar, sviðshönnun og ekki síður kvikmyndatakan gefur andrúmsloftinu aukna dýnamík og myndar á tíðum lestina eins og stórt borðspil. Litlu máli skiptir hvort áhorfandinn þekkir söguna fyrir eða ekki því hér er ýmislegt til að dást að og hafa gaman af, bæði hvað varðar smáatriði jafnt sem heildarmynd. Það sem myndina skortir í frumleika er bætt upp með dönnuðum sjarma. Og fyrst pláss finnst í afþreyingarheiminum fyrir til dæmis sex Spider-Man myndir á tíu árum má alveg koma fyrir einum nýjum Poirot til viðbótar og gefa honum sinn eigin myndabálk. Mottan á það alveg skilið.Niðurstaða: Skemmtilegri sögu er lyft upp með góðu andrúmslofti, fjölbreyttum leikhópi og Branagh kemur með hreint æðislegan Poirot. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Enn er nostalgían allsráðandi og sömuleiðis eftirspurnin eftir endurgerðum. Hins vegar, á tímum þar sem sjálfsagt þykir að leita til níunda áratugarins að innblæstri við gerð bíómynda og sjónvarpsþátta, kemur leikstjórinn og leikarinn Kenneth Branagh með sitt framlag með virðulegri túlkun á tímalausri sakamálasögu þar sem sótt er í töluvert eldri tíðaranda en sést orðið í Hollywood. Nú er þetta í fjórða skiptið sem kvikmynd er gerð eftir bókinni Morðið í Austurlandahraðlestinni eftir Agöthu Christie. Í sögunni reynir á gáfur og færni frægustu persónu hennar, belgíska morðgátusénísins Hercule Poirot. Hingað til hefur þekktasta aðlögunin verið sú upprunalega sem Sidney Lumet leikstýrði (hreint prýðilega) frá árinu 1974. Líkt og þá fer einvalalið leikara með helstu hlutverk farþeganna, sem allir liggja undir grun og hver hefur sína sögu að segja, eða leyna. Upprunaleg saga Christie er ágætlega fléttuð og henni fylgja áhugaverðir útúrsnúningar á formúlum sakamálasagna. En þegar margbúið er að afgreiða þessa aðlögun er erfitt að bæta einhverjum frumleika við. Annars sést það strax að þessi útgáfa Branaghs er unnin af miklu öryggi og hann sýnir enn og aftur hvað hann getur verið flinkur og heillandi kvikmyndagerðarmaður, þrælvanur sjónarspili, tímabilsmyndum, sígildum sögum (þar á meðal Shakespeare-verkum og Öskubusku) og góður í að leyfa leikurum sínum að skína. Hjá mörgum er það David Suchet sem kemur fyrstur upp í hugann þegar andlit er tengt við Poirot, þessi úr gömlu sjónvarpsþáttaröðinni frá níunda áratugnum, hjá öðrum er það Peter Ustinov eða Albert Finney sem vakti mikla lukku í Lumet-myndinni. En ef einungis stærstu útgáfurnar eru bornar saman má segja að Branagh skáki Finney í burðarhlutverkinu án erfiðis. Þegar kemur að svona þekktum hlutverkum er alltaf hætta á að leikarar hverfi í eftirhermu á forvera, en Branagh gengur ekki í þá gildru enda meiriháttar góður og sömuleiðis hressilega margbrotinn sem Poirot. Karakterinn er kómískur að eðlisfari, með eindæmum sérvitur og óstöðvandi þegar púsl ráðgátunnar raðast ekki saman. Það er sönnun á því hversu frábær Branagh er í hlutverkinu þegar honum tekst að selja dramatísku hliðarnar svona vel þegar ómetanlega mottan hans hangir þarna eins og heil aukapersóna.Vinsældir Johnny Depp hafa farið minnkandi.NORDICPHOTOS/GETTYAfgangur leikarahópsins fær vissulega mismikinn skjátíma en enginn skortur er á útgeislun í þeim hópi. Flestir karakterar eru teiknaðir sterkt upp og lífgaðir við í túlkun fagfólks, svo sem Michelle Pfeiffer, Judi Dench, Willems Dafoe, Dereks Jacobi, Daisy Ridley, Josh Gad og fleiri. Reyndar hefur þol almennings á Johnny Depp rýrnað töluvert á síðustu árum en það er leikaranum í hag hérna hvað persóna hans er rotin og fráhrindandi. Branagh gætir þess bæði fyrir framan og aftan tökuvélina að taka efniviðinn alvarlega þegar þörf er á, en að leika sér að honum líka, enda annað ómögulegt þegar eins léttgeggjuð fígúra og Poirot er í forgrunni. Branagh finnur samt passlegan milliveg og heldur myndinni hæfilega ýktri án þess að fara yfir strikið. Rennsli framvindunnar er einnig passlega þétt, þó rétt mætti skafa nokkrar mínútur af eftirmálanum. Úrvinnslan ber öll merki um að gríðarleg virðing ríki fyrir upprunalegri sögu Christie. Branagh hefur ekki nútímavætt hana of mikið, sem betur fer, þótt heildarsvipurinn missi nokkra punkta fyrir ósannfærandi tölvubrellur annað slagið. Þetta er eina feilnótan sem slegin er hvað poppandi umgjörðina varðar. Búningar, sviðshönnun og ekki síður kvikmyndatakan gefur andrúmsloftinu aukna dýnamík og myndar á tíðum lestina eins og stórt borðspil. Litlu máli skiptir hvort áhorfandinn þekkir söguna fyrir eða ekki því hér er ýmislegt til að dást að og hafa gaman af, bæði hvað varðar smáatriði jafnt sem heildarmynd. Það sem myndina skortir í frumleika er bætt upp með dönnuðum sjarma. Og fyrst pláss finnst í afþreyingarheiminum fyrir til dæmis sex Spider-Man myndir á tíu árum má alveg koma fyrir einum nýjum Poirot til viðbótar og gefa honum sinn eigin myndabálk. Mottan á það alveg skilið.Niðurstaða: Skemmtilegri sögu er lyft upp með góðu andrúmslofti, fjölbreyttum leikhópi og Branagh kemur með hreint æðislegan Poirot.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira