Lífið

Aðalpersóna fjórðu þáttaraðar SKAM opinberuð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sana verður í aðalhlutverki í fjórðu þáttaröðinni sem verður jafnframt sú síðasta.
Sana verður í aðalhlutverki í fjórðu þáttaröðinni sem verður jafnframt sú síðasta. NRK
Norska ríkissjónvarpið hefur nú opinberað hvaða persóna verði í aðalhlutvekri í fjórðu þáttaröð norsku unglingaþáttanna SKAM.

Það verður Sana Bakkoush, sem leikin er af Iman Meskini sem verður í sviðsljósinu í nýjustu þáttaröðinni. Á vef norska ríkisútvarpsins segir einnig að fjórða þáttaröðin verði sú síðasta, en þættirnir hafa slegið í gegn um allan heim. 

Margir höfðu spáð því að Sana yrði í aðalhlutverki næstu þáttaraðar, en hún var á berandi í þeirri þriðju sem snerist um Isak Valtersson.

Sana er múslimi og hefur hún orðið fyrirmynd fyrir margar ungar múslimastúlkur í noregi.

„Þetta er mjög skemmtilegt og þetta er ein af ástæðum þess að ég tók að mér hlutverk Sönu í skam. Uppvöxtur minn er ansi líkur uppvexti Sönu. Ég ólst upp í/á Kolbotn og var ein af fúm múslimum og ein af fáum sem var ekk „alnorsk.“ Ég var sjálfsörugg þar sem ég hafði systkini mín og mamma mín gekk líka með hijab. En mér leið samt öðruvísi,“ hefur Meskini sagt í samtali við Universitas.

Hægt er að horfa á stiklu fyrir fjórðu þáttaröðina á vefsíðu SKAM, en fyrsta þáttarbrotið mun birtast þar næsta mánudag.

 


Tengdar fréttir

Hvað er eiginlega málið með unglingaþættina Skam?

Unglingaþátturinn Skam hafa slegið í gegn síðan fyrsta serían kom út árið 2015 og í tilefni þess verður fjögurra daga Skam-hátíð haldin í Norræna húsinu. Í dag verður hátíðin tileinkuð eldri aðdáendum þáttanna með pallborðsumræðum og almennri gleði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×